Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 18:47 „Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
„Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41