Enski boltinn

Klopp: Það má enginn slaka á enda höfum við ekki unnið neitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jürgen Klopp er vongóður um að halda Coutinho.
Jürgen Klopp er vongóður um að halda Coutinho. vísir/getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé engin ástæða til að slaka á. Muni einhver leikmaður gefa eftir verði sá hinn sami settur úr liðinu.

Liverpool var á toppi deildarinnar fyrir síðustu umferð en missti það til Chelsea eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Southampton um helgina.

Liverpool hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan 1990 en Klopp segir að það sé algjörlega ótímabært að fagna einhvejrum árangri nú.

„Ef einhver telur ástæðu til þess að fagna því að vera á toppnum í nóvember þá mun hann ekki spila í desember,“ sagði Klopp við enska fjölmiðla.

„En slíkt gerist vanalega ekki. Leikmennirnir eru í þessari stöðu vegna þess að þeir eru með góða skapgerð. Velgengni kemur þeim ekki á óvart, hvort sem er þeirra eigin velgengni eða velgengni liðsins.“

„En um leið og maður fer ekki með velgengni eins og atvinnumaður þá á maður við vandamál að stríða.“

Liverpool mætir Sunderland um helgina en síðarnefnda liðið hefur verið við botn deildarinnar í haust en þó unnið síðustu tvo leiki sína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×