Finnst góður andi ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Mario Chaves flutti nýverið til Íslands og segist hafa fengið hlýjar viðtökur hjá Icelandair og hjá Íslendingum. Vísir/Anton „Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira