Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2016 20:00 Vísir/Getty Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30
Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00