Fótbolti

Sjáðu myndirnar frá kvöldinu í Nice sem aldrei gleymist

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmark Íslands í leiknum geggjaða.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmark Íslands í leiknum geggjaða. Vísir/Vilhelm
Strákarnir okkar fengu ískalda gusu í andlitið snemma leiks gegn Englandi en nýttu það eins vel og hægt er. Níutíu mínútum síðar voru þeir komnir í átta liða úrslitin og þeir ensku á heimleið.

Þvílíkt kvöld til að vera Íslendingur. Okkar menn spiluðu sinn besta fótbolta á mótinu, gáfu fá færi á sér og fögnuðu sanngjörnum sigri í lokin. Englendingar áttu engin svör, sköpuðu engin færi og yfirgefa Evrópu, ef svo má segja, í annað skiptið á nokkrum dögum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og tók gullfallegar myndir af einstöku kvöldi.

vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×