Ari Freyr: Ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 22:55 Ari og sonur hans. vísir/getty Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum. Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum.
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira