Fengu fjórar milljónir úr Jafnréttissjóði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. júní 2016 07:00 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir standa báðar að nýrri fræðslumynd, Mynd af mér. Vísir/Valli „Við erum svo gríðarlega ánægð með að fá að halda áfram þessari góðu vegferð. Við erum líka með svo gott fólk með okkur í liði,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, ein af höfundum fræðslumyndanna Fáðu já og Stattu með þér! Á sunnudaginn 19. júní veitti Jafnréttissjóður Íslands Elinóru, áhugafélagi um kvikmyndir og fræðslu, fjögurra milljóna króna styrk til þess að búa til þriðju fræðslumynd sína. „Við erum gríðarlega stoltar af styrknum um leið og við stöndum auðmjúkar gagnvart verkefninu og alvarleika málsins.“ Jafnréttissjóður úthlutaði tæplega hundrað milljónum króna í styrki í ár til 42 umsækjenda. Styrkurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Iðnó á sunnudaginn. Styrkirnir eru veittir til verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti styrkina en sjóðurinn nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, hundrað milljónir króna á ári, til ársloka 2020. Þriðja stuttmynd hópsins, Myndin af mér, verður um kynferðisofbeldi sem þrífst í netheiminum. Hún mun hafa það að markmiði að koma mikilvægri fræðslu til barna á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Myndin mun fræða áhorfendur um hugtök á borð við sexting, hrelliklám og stafræn borgararéttindi. „Þessi mynd mun tækla hrelliklám sem er vaxandi ógn. Þetta er næsta kynslóð af kynferðisofbeldi og það er full þörf á því að gera þessu góð skil. Það þarf að standa vaktina,“ segir Þórdís Elva og bætir við að þau sem komi að myndunum séu mjög stolt af góðum árangri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Við erum svo gríðarlega ánægð með að fá að halda áfram þessari góðu vegferð. Við erum líka með svo gott fólk með okkur í liði,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, ein af höfundum fræðslumyndanna Fáðu já og Stattu með þér! Á sunnudaginn 19. júní veitti Jafnréttissjóður Íslands Elinóru, áhugafélagi um kvikmyndir og fræðslu, fjögurra milljóna króna styrk til þess að búa til þriðju fræðslumynd sína. „Við erum gríðarlega stoltar af styrknum um leið og við stöndum auðmjúkar gagnvart verkefninu og alvarleika málsins.“ Jafnréttissjóður úthlutaði tæplega hundrað milljónum króna í styrki í ár til 42 umsækjenda. Styrkurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Iðnó á sunnudaginn. Styrkirnir eru veittir til verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti styrkina en sjóðurinn nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, hundrað milljónir króna á ári, til ársloka 2020. Þriðja stuttmynd hópsins, Myndin af mér, verður um kynferðisofbeldi sem þrífst í netheiminum. Hún mun hafa það að markmiði að koma mikilvægri fræðslu til barna á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Myndin mun fræða áhorfendur um hugtök á borð við sexting, hrelliklám og stafræn borgararéttindi. „Þessi mynd mun tækla hrelliklám sem er vaxandi ógn. Þetta er næsta kynslóð af kynferðisofbeldi og það er full þörf á því að gera þessu góð skil. Það þarf að standa vaktina,“ segir Þórdís Elva og bætir við að þau sem komi að myndunum séu mjög stolt af góðum árangri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira