Enski boltinn

BBC: Giggs tekur ekki við Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giggs þarf að bíða eitthvað lengur eftir því að fá sitt fyrsta stjórastarf.
Giggs þarf að bíða eitthvað lengur eftir því að fá sitt fyrsta stjórastarf. vísir/getty
Ryan Giggs verður ekki næsti knattspyrnustjóri Swansea City. BBC greinir frá.

Giggs þótti líklegur til að taka við velska liðinu eftir að Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley var rekinn í fyrradag en svo virðist sem ekkert verði af ráðningu Walesverjans.

Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, hefur verið sterklega orðaður við Swansea og er efstur á blaði hjá veðbönkum. Næstur kemur Paul Clement, aðstoðarmaður Carlos Ancelotti hjá Bayern München. Clement hefur unnið lengi með Ancelotti og þá stýrði hann Derby County í tæpt ár.

Clement, líkt og Giggs, ræddi við Swansea í haust eftir að Ítalinn Francesco Guidolin var rekinn. Þá varð Bradley hins vegar fyrir valinu.

Gary Rowett, fyrrum stjóri Birmingham City, og Alan Pardew, sem var rekinn frá Crystal Palace rétt fyrir jól, hafa einnig verið nefndir til sögunnar.

Swansea situr í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins er gegn Bournemouth á Liberty vellinum á gamlársdag.


Tengdar fréttir

Messan: Hver vill fara til Swansea?

Strákarnir í Messunni tóku smá umræðu um Swansea í gær en vandamálin eru víða hjá Gylfa Sigurðssyni og félögum.

Giggs efstur á blaði hjá veðbönkum

Samkvæmt veðbönkum er Ryan Giggs líklegastur til að taka við starfi knattspyrnustjóra Swansea City sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson leikur með.

Bradley: Ég hefði átt að fá meiri tíma

Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley var að vonum svekktur með að hafa verið rekinn frá Swansea um jólin eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins ellefu leikjum.

Stjóri Gylfa rekinn

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City hefur sagt knattspyrnustjóranum Bob Bradley upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×