Líkaminn man Bjarni Karlsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Hefur þú tekið eftir því hvað það er misjafnt að taka í hönd á fólki? Stundum er það nærandi en stundum tærandi. Svona einföld athöfn eins og það að rétta fram hönd og taka í aðra getur verið hressandi og líka stressandi. Þétt og gott handtak býr með manni allan daginn og vont handtak gleymist seint. Líkamar eru svo máttugir. Eftirsóknarverðir og varasamir á sama tíma. Geta bæði gefið og tekið. Núna detta páskarnir yfir og þá hugsum við öll um súkkulaði. – Við verðum að varðveita jörðina, sagði maðurinn, hún er eini staðurinn þar sem við fáum súkkulaði. Súkkulaði huggar sálina og minnir líkamann á hvað lífið er gott þrátt fyrir allt. Páskasagan er um það. Hún er þrátt-fyrir-allt saga. Saga þar sem einstaklingur er yfirgefinn, auðmýktur og meiddur og svo stendur hann fyrir framan vini sína sloppinn frá dauðanum og biður þá að snerta sig. Biður þau um að horfa á sárin sem hann fékk, koma við sig, kannast við sig. Við eigum öll minningar um góða og vonda snertingu. Minningar sem gleymast seint. Maður man ofbeldi og elskuleg snerting býr með manni alla tíð. Líkaminn man. Verkefni allra sem þolað hafa ofbeldi er að endurheimta sjálf sig. Ofbeldi er rán. Á páskadagsmorgni sjáum við mann sem þolað hefur lífshættulegt ofbeldi glíma við að endurheimta sjálfan sig í augum þeirra sem hann elskar, í höndum þeirra sem hann elskar. Vill að þau sjái örin sín og þekki sig aftur, snerti sig aftur. Þrátt fyrir allt. Og þegar þau hafa snert hann og huggað kemur spurningin: Eigið þið eitthvað að borða? Og ritað er: „…?þau fengu honum stykki af steiktum fiski og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim.“ Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hefur þú tekið eftir því hvað það er misjafnt að taka í hönd á fólki? Stundum er það nærandi en stundum tærandi. Svona einföld athöfn eins og það að rétta fram hönd og taka í aðra getur verið hressandi og líka stressandi. Þétt og gott handtak býr með manni allan daginn og vont handtak gleymist seint. Líkamar eru svo máttugir. Eftirsóknarverðir og varasamir á sama tíma. Geta bæði gefið og tekið. Núna detta páskarnir yfir og þá hugsum við öll um súkkulaði. – Við verðum að varðveita jörðina, sagði maðurinn, hún er eini staðurinn þar sem við fáum súkkulaði. Súkkulaði huggar sálina og minnir líkamann á hvað lífið er gott þrátt fyrir allt. Páskasagan er um það. Hún er þrátt-fyrir-allt saga. Saga þar sem einstaklingur er yfirgefinn, auðmýktur og meiddur og svo stendur hann fyrir framan vini sína sloppinn frá dauðanum og biður þá að snerta sig. Biður þau um að horfa á sárin sem hann fékk, koma við sig, kannast við sig. Við eigum öll minningar um góða og vonda snertingu. Minningar sem gleymast seint. Maður man ofbeldi og elskuleg snerting býr með manni alla tíð. Líkaminn man. Verkefni allra sem þolað hafa ofbeldi er að endurheimta sjálf sig. Ofbeldi er rán. Á páskadagsmorgni sjáum við mann sem þolað hefur lífshættulegt ofbeldi glíma við að endurheimta sjálfan sig í augum þeirra sem hann elskar, í höndum þeirra sem hann elskar. Vill að þau sjái örin sín og þekki sig aftur, snerti sig aftur. Þrátt fyrir allt. Og þegar þau hafa snert hann og huggað kemur spurningin: Eigið þið eitthvað að borða? Og ritað er: „…?þau fengu honum stykki af steiktum fiski og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim.“ Gleðilega hátíð.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun