Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2016 19:30 Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira