Heilbrigðisþjónusta – óháð efnahag Magnús Orri Schram skrifar 23. mars 2016 07:00 Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. Mikið veikt fólk dvelur á göngum spítalans. Bílskúrar teknir undir sjúkrarúm. Starfsfólkið vinnur kraftaverk á hverjum degi en umhverfið er óboðlegt. Verkefnið fram undan er þríþætt: Ljúka þarf við byggingu nýs spítala og bæta þannig aðstöðuna, minnka álagið og efla þjónustuna. Auka þarf styrk heilsugæslunnar sem getur þá verið fyrsti viðkomustaður almennings. Í þriðja lagi þarf að tryggja að fólk geti notið heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Að allir getið fengið þá aðstoð sem þeir þurfa en ekki bara þeir efnameiri. Það er því miður ekki raunin í dag. Þess vegna á opinber heilbrigðisþjónusta að vera ókeypis. Fólkið sem veikist á ekki að þurfa að greiða háar fjárhæðir til að fá lækningu eða aðstoð. Þá er það veikast fyrir. Í dag getur það kostað milljónir að veikjast af krabbameini. Það kostar formúu að leita sér hjálpar í íslensku heilbrigðiskerfi. Það á ekki að líðast hjá jafn ríkri þjóð. Öflugt velferðarkerfi á að grípa þá sem þurfa aðstoð og styðja þá í gegnum erfiðleikana. Þannig stöndum við saman á bak við þá veiku. Í gegnum sameiginlega sjóði hjálpumst við að. Almenningur vill setja meiri fjármuni í heilbrigðismál en við gerum í dag. Þess vegna skrifar fólk undir hjá Kára Stefánssyni. Peningarnir eru til staðar í þjóðfélaginu en stjórnmálamennina virðist skorta kjark til að forgangsraða í þágu almennings. Hægt er t.d. að sækja umtalsverða fjármuni til þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og hafa fengið veiðigjöldin lækkuð á undanförnum árum. Það má nýta þá fjármuni til að byggja upp heilsugæsluna, ljúka við nýjan spítala og tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag. Nú þegar betur árar eigum við að fjárfesta í heilbrigðismálum. Við viljum nefnilega búa í samfélagi þar sem fólk býr við jöfn tækifæri - óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum að setja miklu meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Forgangsraða í þágu almennings. Sjúklingar og aðstandendur þeirra sem hafa dvalið á Landspítalanum skynja vel þá þörf sem er til staðar. Álagið og vinnuaðstaðan er óviðunandi. Mikið veikt fólk dvelur á göngum spítalans. Bílskúrar teknir undir sjúkrarúm. Starfsfólkið vinnur kraftaverk á hverjum degi en umhverfið er óboðlegt. Verkefnið fram undan er þríþætt: Ljúka þarf við byggingu nýs spítala og bæta þannig aðstöðuna, minnka álagið og efla þjónustuna. Auka þarf styrk heilsugæslunnar sem getur þá verið fyrsti viðkomustaður almennings. Í þriðja lagi þarf að tryggja að fólk geti notið heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Að allir getið fengið þá aðstoð sem þeir þurfa en ekki bara þeir efnameiri. Það er því miður ekki raunin í dag. Þess vegna á opinber heilbrigðisþjónusta að vera ókeypis. Fólkið sem veikist á ekki að þurfa að greiða háar fjárhæðir til að fá lækningu eða aðstoð. Þá er það veikast fyrir. Í dag getur það kostað milljónir að veikjast af krabbameini. Það kostar formúu að leita sér hjálpar í íslensku heilbrigðiskerfi. Það á ekki að líðast hjá jafn ríkri þjóð. Öflugt velferðarkerfi á að grípa þá sem þurfa aðstoð og styðja þá í gegnum erfiðleikana. Þannig stöndum við saman á bak við þá veiku. Í gegnum sameiginlega sjóði hjálpumst við að. Almenningur vill setja meiri fjármuni í heilbrigðismál en við gerum í dag. Þess vegna skrifar fólk undir hjá Kára Stefánssyni. Peningarnir eru til staðar í þjóðfélaginu en stjórnmálamennina virðist skorta kjark til að forgangsraða í þágu almennings. Hægt er t.d. að sækja umtalsverða fjármuni til þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og hafa fengið veiðigjöldin lækkuð á undanförnum árum. Það má nýta þá fjármuni til að byggja upp heilsugæsluna, ljúka við nýjan spítala og tryggja jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag. Nú þegar betur árar eigum við að fjárfesta í heilbrigðismálum. Við viljum nefnilega búa í samfélagi þar sem fólk býr við jöfn tækifæri - óháð efnahag.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar