Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 24-26 | Mosfellingar í þriðja sætið Stefán Guðnason í KA-heimilinu skrifar 23. mars 2016 22:00 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/anton Afturelding kom sér upp í þriðja sæti Olís-deildar karla fyrir lokaumferðina í næstu viku með góðum sigri á Akureyri norðan heiða í kvöld, 24-26. Mosfellingar voru með undirtökin í leiknum lengst af. Lokamínúturnar voru þó spennandi en Árni Bragi Eyjólfsson tryggði sigur Mosfellinga af vítalínunin undir lokin. Akureyri er í áttunda sæti deildarinnar en á enn möguleika á að sleppa við deildarmeistara Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrri hálfleikurinn í leik Akureyrar og Aftureldingar var eign gestanna, skuldlaust. Akureyri náði þó að hanga inn í leiknum fyrir þær sakir að Afturelding spilaði fyrri hálfleikinn meira og minna manni færri. Heimamenn skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á 9. mínútu leiksins en þá var staðan 5-0 fyrir Aftureldingu. Við það vöknuðu Akureyringar eilítið og náðu að laga stöðuna í 4-6 áður en Afturelding bætti aftur í og eins og áður segir, ef ekki hefði verið fyrir fjölmargar tveggja mínútna brottvísanir gestanna hefði munurinn eflaust verið meiri. Heimamenn spiluðu fyrri hálfleikinn vægast sagt illa á meðan gestirnir léku við hvern sinn fingur. Staðan í hálfleik 14-9 fyrir gestina. Síðari hálfleikur var hins vegar framan af eign heimamanna. Allt annað lið mætti inn á völlinn í búning Akureyrar, vörnin flott, Hreiðar sterkur fyrir aftan og sóknin gekk smurt fyrir sig. Gestirnir hikstuðu mikið á þessu tímabili, misstu niður baráttuna varnarlega og sóknin varð hálf rög hreinlega. Hins vegar þegar Akureyri nær loksins að komast yfir eftir mikla baráttu gerist tvennt, Akureyri virðist hægja á sem gaf gestunum færi á að koma sér aftur í gang, ná tökum á leiknum og þrátt fyrir æsilegar lokamínútur var sigur Aftureldingar ekki í mikilli hættu. Afturelding mætti hingað norður með því hugarfari að berja til sín stigin tvö, það tókst. Akureyringar bökkuðu hreinlega út úr þessum slagsmálum í fyrri hálfleik og virtust vera hræddir við óárennilega Mosfellinga. Akureyri sýndi það þó í síðari hálfleik að þeir gátu spilað þann leik líka en héldu þeirri baráttu þó ekki út leikinn. Mosfellingar litu virkilega vel út í þessum leik, baráttan frábær og mikil stemming í liðinu. Akureyri aftur á móti voru allt of lengi í gang og orkan sem það tók að vinna upp fyrri hálfleikinn gerði út af við vonir heimamanna um að fá stigin tvö hér í dag.Þrándur: „Vorum gríðarlega fastir fyrir” Þrándur Gíslason Roth var öllu kunnugur hér í dag, spilaði síðustu tvö leiktímabil í búning Akureyrar og gekk það vasklega fram gegn sínum gömlu félögum að hann fékk að horfa á síðustu 20 mínúturnar úr stúkunni. „Við komum inn í þennan leik með það hugarfar að vera fastir fyrir og láta Akureyringa hafa fyrir öllu sem þeir gera. Við vissum alveg að þeir myndu taka hart á okkur, enda er ég aumur út um allan skrokkinn eftir þessa baráttu” Þrándur fékk eins og áður segir þrisvar sinnum tvær mínútur í leiknum og þurfti því að húka upp í stúku síðustu 20 mínúturnar. „Það var greinilegt að dómararnir ætluðu ekki að missa leikinn út í einhverja vitleysu og settu hálfgerða körfuboltalínu á dómgæsluna, mér fannst ég fara út af fyrir hluti sem Diddi var t.d. ekki að fara út af fyrir. Hins vegar er hann kannski búinn að vinna sér inn þá virðingu með sínum ferli, ég þarf bara að fara að koma mér upp fleiri verðlaunapeningum. Nenni ekki að hanga upp í stúku mikið meira. Sérstaklega í dag, þá var eins og það hefði kviknað í öllu fólkinu eftir að ég fór út af. Miklu meiri stemming í húsinu og virkilega gaman, hefði viljað fá að vera inn á vellinum þá” Með sigrinum hér fyrir norðan tryggðu Aftureldingar strákarnir sig í 4. sætinu en með sigri gegn ÍBV í næstu umferð geta þeir klórað sig upp í 3. sætið. „Það kemur ekkert annað til greina en að mæta brjálaðir í þann leik og klára hann og koma á góðu skriði inn í úrslitakeppnina Davíð: Fann mig ekki framan af Davíð Hlíðdal Svansson átti magnaða innkomu inn í mark gestanna á ögurstundu og varði hvert skotið á fætur öðru og átti stóran þátt í því að snúa leiknum Mosfellingum í hag. „Ég átti erfitt framan af. Fannst ég hægur og ekki í takt við leikinn. Fékk síðan aðeins að pústa og horfa á leikinn frá hliðarlínunni. Þegar ég kem síðan inn á fæ ég auðveldan bolta á mig og þá fauk sjálfstraustið upp og svo fór sem fór. Þetta var bara geðveikt.” Davíð lætur sér ekki nægja að spila með mst. flokki karla heldur þjálfar hann einnig kvennaliðið. „Það hefur gengið nokkuð vel að samræma þetta tvennt, HSI var mér einkar gott í byrjun vetrar. Hins vegar hefur RÚV farið illa með mig þegar leikir hafa verið færðir en það hefur sloppið til hingað til.” Sagði Davíð og hló. Róbert: Fundum okkur illa Róbert Sigurðsson sem spilar í hjarta varnar Akureyrar ásamt Ingimundi Ingimundarsyni var daufur þegar blaðamaður Vísis náði af honum eftir leik. „Við áttum von á þeim í baráttuhug þannig að þeir komu okkur ekki á óvart. Hins vegar vorum við einhvernveginn bara skrefi á eftir allan fyrri hálfleikinn. Við náum að vinna okkur aðeins inn í leikinn en einhvernveginn finnum ekki taktinn.” Í síðari hálfleik mættu Akureyringar mun grimmari til leiks og ná að jafna og komast yfir en þá var eins og tankurinn væri tómur. „Við ræddum það í hálfleik að gera sömu hluti og við vorum að gera nema bara að gera þá mun betur og það tókst. Við vorum frábærir hérna í síðari hálfleik en síðan var eins og þreytan færi að segja til sín. Förum að standa flatir á Birki til dæmis sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði þrjú mörk í röð. Það er óásættanlegt af okkar hálfu.” Framhaldið hjá Akureyri er nokkuð óljóst ennþá, sigur í síðasta leik getur með réttum úrslitum fært þá ofar í töflunni. „Við þurfum bara að sleikja sárin núna og gefa allt í síðasta leikinn og vona að sigur þar fleyti okkur aðeins upp”. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Afturelding kom sér upp í þriðja sæti Olís-deildar karla fyrir lokaumferðina í næstu viku með góðum sigri á Akureyri norðan heiða í kvöld, 24-26. Mosfellingar voru með undirtökin í leiknum lengst af. Lokamínúturnar voru þó spennandi en Árni Bragi Eyjólfsson tryggði sigur Mosfellinga af vítalínunin undir lokin. Akureyri er í áttunda sæti deildarinnar en á enn möguleika á að sleppa við deildarmeistara Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrri hálfleikurinn í leik Akureyrar og Aftureldingar var eign gestanna, skuldlaust. Akureyri náði þó að hanga inn í leiknum fyrir þær sakir að Afturelding spilaði fyrri hálfleikinn meira og minna manni færri. Heimamenn skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á 9. mínútu leiksins en þá var staðan 5-0 fyrir Aftureldingu. Við það vöknuðu Akureyringar eilítið og náðu að laga stöðuna í 4-6 áður en Afturelding bætti aftur í og eins og áður segir, ef ekki hefði verið fyrir fjölmargar tveggja mínútna brottvísanir gestanna hefði munurinn eflaust verið meiri. Heimamenn spiluðu fyrri hálfleikinn vægast sagt illa á meðan gestirnir léku við hvern sinn fingur. Staðan í hálfleik 14-9 fyrir gestina. Síðari hálfleikur var hins vegar framan af eign heimamanna. Allt annað lið mætti inn á völlinn í búning Akureyrar, vörnin flott, Hreiðar sterkur fyrir aftan og sóknin gekk smurt fyrir sig. Gestirnir hikstuðu mikið á þessu tímabili, misstu niður baráttuna varnarlega og sóknin varð hálf rög hreinlega. Hins vegar þegar Akureyri nær loksins að komast yfir eftir mikla baráttu gerist tvennt, Akureyri virðist hægja á sem gaf gestunum færi á að koma sér aftur í gang, ná tökum á leiknum og þrátt fyrir æsilegar lokamínútur var sigur Aftureldingar ekki í mikilli hættu. Afturelding mætti hingað norður með því hugarfari að berja til sín stigin tvö, það tókst. Akureyringar bökkuðu hreinlega út úr þessum slagsmálum í fyrri hálfleik og virtust vera hræddir við óárennilega Mosfellinga. Akureyri sýndi það þó í síðari hálfleik að þeir gátu spilað þann leik líka en héldu þeirri baráttu þó ekki út leikinn. Mosfellingar litu virkilega vel út í þessum leik, baráttan frábær og mikil stemming í liðinu. Akureyri aftur á móti voru allt of lengi í gang og orkan sem það tók að vinna upp fyrri hálfleikinn gerði út af við vonir heimamanna um að fá stigin tvö hér í dag.Þrándur: „Vorum gríðarlega fastir fyrir” Þrándur Gíslason Roth var öllu kunnugur hér í dag, spilaði síðustu tvö leiktímabil í búning Akureyrar og gekk það vasklega fram gegn sínum gömlu félögum að hann fékk að horfa á síðustu 20 mínúturnar úr stúkunni. „Við komum inn í þennan leik með það hugarfar að vera fastir fyrir og láta Akureyringa hafa fyrir öllu sem þeir gera. Við vissum alveg að þeir myndu taka hart á okkur, enda er ég aumur út um allan skrokkinn eftir þessa baráttu” Þrándur fékk eins og áður segir þrisvar sinnum tvær mínútur í leiknum og þurfti því að húka upp í stúku síðustu 20 mínúturnar. „Það var greinilegt að dómararnir ætluðu ekki að missa leikinn út í einhverja vitleysu og settu hálfgerða körfuboltalínu á dómgæsluna, mér fannst ég fara út af fyrir hluti sem Diddi var t.d. ekki að fara út af fyrir. Hins vegar er hann kannski búinn að vinna sér inn þá virðingu með sínum ferli, ég þarf bara að fara að koma mér upp fleiri verðlaunapeningum. Nenni ekki að hanga upp í stúku mikið meira. Sérstaklega í dag, þá var eins og það hefði kviknað í öllu fólkinu eftir að ég fór út af. Miklu meiri stemming í húsinu og virkilega gaman, hefði viljað fá að vera inn á vellinum þá” Með sigrinum hér fyrir norðan tryggðu Aftureldingar strákarnir sig í 4. sætinu en með sigri gegn ÍBV í næstu umferð geta þeir klórað sig upp í 3. sætið. „Það kemur ekkert annað til greina en að mæta brjálaðir í þann leik og klára hann og koma á góðu skriði inn í úrslitakeppnina Davíð: Fann mig ekki framan af Davíð Hlíðdal Svansson átti magnaða innkomu inn í mark gestanna á ögurstundu og varði hvert skotið á fætur öðru og átti stóran þátt í því að snúa leiknum Mosfellingum í hag. „Ég átti erfitt framan af. Fannst ég hægur og ekki í takt við leikinn. Fékk síðan aðeins að pústa og horfa á leikinn frá hliðarlínunni. Þegar ég kem síðan inn á fæ ég auðveldan bolta á mig og þá fauk sjálfstraustið upp og svo fór sem fór. Þetta var bara geðveikt.” Davíð lætur sér ekki nægja að spila með mst. flokki karla heldur þjálfar hann einnig kvennaliðið. „Það hefur gengið nokkuð vel að samræma þetta tvennt, HSI var mér einkar gott í byrjun vetrar. Hins vegar hefur RÚV farið illa með mig þegar leikir hafa verið færðir en það hefur sloppið til hingað til.” Sagði Davíð og hló. Róbert: Fundum okkur illa Róbert Sigurðsson sem spilar í hjarta varnar Akureyrar ásamt Ingimundi Ingimundarsyni var daufur þegar blaðamaður Vísis náði af honum eftir leik. „Við áttum von á þeim í baráttuhug þannig að þeir komu okkur ekki á óvart. Hins vegar vorum við einhvernveginn bara skrefi á eftir allan fyrri hálfleikinn. Við náum að vinna okkur aðeins inn í leikinn en einhvernveginn finnum ekki taktinn.” Í síðari hálfleik mættu Akureyringar mun grimmari til leiks og ná að jafna og komast yfir en þá var eins og tankurinn væri tómur. „Við ræddum það í hálfleik að gera sömu hluti og við vorum að gera nema bara að gera þá mun betur og það tókst. Við vorum frábærir hérna í síðari hálfleik en síðan var eins og þreytan færi að segja til sín. Förum að standa flatir á Birki til dæmis sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði þrjú mörk í röð. Það er óásættanlegt af okkar hálfu.” Framhaldið hjá Akureyri er nokkuð óljóst ennþá, sigur í síðasta leik getur með réttum úrslitum fært þá ofar í töflunni. „Við þurfum bara að sleikja sárin núna og gefa allt í síðasta leikinn og vona að sigur þar fleyti okkur aðeins upp”.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira