Viðskipti innlent

Síminn og Vodafone hækka einnig verð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verðhækkanir tóku gildi 1. nóvember hjá Símanum en taka gildi á morgun hjá Vodafone.
Verðhækkanir tóku gildi 1. nóvember hjá Símanum en taka gildi á morgun hjá Vodafone.
Fjarskiptafélögin Síminn og Vodafone munu hækka eða hafa hækkað verðskrár sínar rétt eins og Nova. Vísir greindi frá því í gær að verðhækkanir væru yfirvofandi hjá Nova um áramótin. Tilkynna verður um hækkanir með mánaðar fyrirvara.

Hjá Vodafone frá og með fyrsta desember hækkar verð á 3G neti og 4G neti í gegnum áskrift um hundrað krónur fyrir hverja mismunandi leið. Netið í símann hækkar hins vegar um tvö hundruð krónur í hverjum verðflokki. Vodafone út leiðin hækkar um í kringum hundrað krónur fyrir hvern verðflokk. Farsímaþjónusta hækkar einnig hjá Vodafone um allt að þrjú hundruð krónur í hverjum verðflokki.

Verðbreytingarnar tóku gildi þann 1. nóvember hjá Símanum. Hjá Símanum hækka farsímatengdir liðir um 200 til 210 krónur, en 410 króur fyrir iridium gervihnattasamband, og álag á þjónustunúmer lækkar um þrjár krónur. Gagnaflutningur hækkar um 200 krónur, en 8.000 krónur fyrir radíus þjónustu, stofngjald internetáskrifta fellur aftur á móti úr gildi. Erlendar grunnrásir á Sjónvarpi Símans hækkar um 250 krónur. Hækkanir eru einnig á símavistþjónustu.

Samkvæmt heimildum Vísis verður tilkynnt um frekari verðbreytingar hjá Símanum á morgun en þær munu þá taka gildi um áramótin.

 


Tengdar fréttir

Verðhækkanir hjá Nova

Verð verða hækkuð á ákveðnum þjónustuþáttum og lækkuð á öðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×