SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 16:40 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Samband íslenskra myndlistarmanna skorar á rekstrarfélag Listasafns ASÍ og Alþýðusamband Íslands að endurskoða sölu á Ásmundarsal við Freyjugötu. Þá kallar SÍM eftir því að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg komi að málum safnsins og fari yfir tillögur varðandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍM.Á föstudaginn var tilkynnt um fyrirhugaða sölu á Ásmundarsalnum og væntanlega flutning safnsins í nýtt húsnæði.„Stjórn SÍM harmar að þessi staða sé komin upp, að hafið sé söluferli á einu sögufrægasta húsnæði íslenskrar listasögu, án þess að til samráðs við hagsmunaaðila hafi komið. Tíðindin hafa komið listasamfélaginu í opna skjöldu,“ segir í tilkynningunni. „Ríkjandi er tvenns konar óvissa, annars vegar um framtíð Listasafns ASÍ og sýningarmöguleika á safneigninni og hins vegar varðandi framtíðareignarhald á Ásmundarsal. Stjórn SÍM telur brýnt að listasafn ASÍ skýri hvernig framtíðin verði á sýningum á sögufrægri safneign safnsins. Safneignin telur mörg verk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar, svo sem Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason og Þorvaldi Skúlason. Safneignina hefur listasafn ASÍ eignast eftir virka söfnun, eftir stofngjöf frá Ragnari í Smára og eftir gjafir frá ýmsum myndlistarmönnum.“Stjórn SÍM telur einnig mikilvægt að framtíð Ásmundarsals verði skýrð. SÍM telur að hætta ætti við fyrirhugaða sölu á Ásmundarsal, eða að öðrum kosti tryggja að salurinn verði í eigu aðila sem munu sinna myndlist. „Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, einn af fremstu myndhöggvurum þjóðarinnar, lét reisa húsið. Húsið er sérhæft til að vinna að höggmyndalist og eitt af fáum sérhæfðum rýmum sem nýtast til að vinna að myndlist sérstaklega. Ósk Ásmundar var sú að húsið yrði nýtt eftir hans dag í þágu myndlistar. Stjórn SÍM telur annað en að verða við ósk Ásmundar Sveinsson vera virðingarleysi.Stjórn SÍM telur heppilegast að safnið starfi í óbreyttri mynd í Freyjugötu, enda fara þá áfram saman hagsmunir safneignar Listasafns ASÍ og framtíð Ásmundarsals. Að öðrum kosti telur stjórn SÍM að vinna ætti að því að tryggja að sérstaða Ásmundarsals verði áfram undirstrikið og tryggð, með því að salurinn nýtist áfram til að sinna myndlist eða myndlistartengdu starfi. Stjórn SÍM lýsir sig reiðubúið að koma á samtali við Listasafn ASÍ og viðeigandi hagsmunaaðila, svo sem mennta- og menningarmálaráðuneytið, Listasafn Íslands og Reykjavíkurborg, og vinna að tillögum í þessa veru í samvinnu við Listasafn ASÍ og rekstrarfélag þess.Að lokum bendir stjórn SÍM á að tímasetning tilkynningarinnar er afar óheppileg. Óvissan um framtíð Listasafns ASÍ hefur verið fáum listamönnum fagnaðarefni og skyggnt á yfirstandandi hátíðarhöld, nú þegar 100 ár eru liðin frá stofnun ASÍ.“Ólíklegt verði að telja að 100 ára afmæli ASÍ marki þau tímamót að sambandið hætti alfarið afskiptum af myndlist og breyti um stefnu vegna hins fræga listasafns sem sambandið á. „Því er brýnt að ASÍ taki undir með SÍM um nauðsyn þess að hverfa frá fyrirhugaðri sölu á Ásmundarsal og skoði með SÍM möguleika á frekari nýtingu rýmisins í þágu myndlistarinnar.“ Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Samband íslenskra myndlistarmanna skorar á rekstrarfélag Listasafns ASÍ og Alþýðusamband Íslands að endurskoða sölu á Ásmundarsal við Freyjugötu. Þá kallar SÍM eftir því að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg komi að málum safnsins og fari yfir tillögur varðandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍM.Á föstudaginn var tilkynnt um fyrirhugaða sölu á Ásmundarsalnum og væntanlega flutning safnsins í nýtt húsnæði.„Stjórn SÍM harmar að þessi staða sé komin upp, að hafið sé söluferli á einu sögufrægasta húsnæði íslenskrar listasögu, án þess að til samráðs við hagsmunaaðila hafi komið. Tíðindin hafa komið listasamfélaginu í opna skjöldu,“ segir í tilkynningunni. „Ríkjandi er tvenns konar óvissa, annars vegar um framtíð Listasafns ASÍ og sýningarmöguleika á safneigninni og hins vegar varðandi framtíðareignarhald á Ásmundarsal. Stjórn SÍM telur brýnt að listasafn ASÍ skýri hvernig framtíðin verði á sýningum á sögufrægri safneign safnsins. Safneignin telur mörg verk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar, svo sem Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason og Þorvaldi Skúlason. Safneignina hefur listasafn ASÍ eignast eftir virka söfnun, eftir stofngjöf frá Ragnari í Smára og eftir gjafir frá ýmsum myndlistarmönnum.“Stjórn SÍM telur einnig mikilvægt að framtíð Ásmundarsals verði skýrð. SÍM telur að hætta ætti við fyrirhugaða sölu á Ásmundarsal, eða að öðrum kosti tryggja að salurinn verði í eigu aðila sem munu sinna myndlist. „Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, einn af fremstu myndhöggvurum þjóðarinnar, lét reisa húsið. Húsið er sérhæft til að vinna að höggmyndalist og eitt af fáum sérhæfðum rýmum sem nýtast til að vinna að myndlist sérstaklega. Ósk Ásmundar var sú að húsið yrði nýtt eftir hans dag í þágu myndlistar. Stjórn SÍM telur annað en að verða við ósk Ásmundar Sveinsson vera virðingarleysi.Stjórn SÍM telur heppilegast að safnið starfi í óbreyttri mynd í Freyjugötu, enda fara þá áfram saman hagsmunir safneignar Listasafns ASÍ og framtíð Ásmundarsals. Að öðrum kosti telur stjórn SÍM að vinna ætti að því að tryggja að sérstaða Ásmundarsals verði áfram undirstrikið og tryggð, með því að salurinn nýtist áfram til að sinna myndlist eða myndlistartengdu starfi. Stjórn SÍM lýsir sig reiðubúið að koma á samtali við Listasafn ASÍ og viðeigandi hagsmunaaðila, svo sem mennta- og menningarmálaráðuneytið, Listasafn Íslands og Reykjavíkurborg, og vinna að tillögum í þessa veru í samvinnu við Listasafn ASÍ og rekstrarfélag þess.Að lokum bendir stjórn SÍM á að tímasetning tilkynningarinnar er afar óheppileg. Óvissan um framtíð Listasafns ASÍ hefur verið fáum listamönnum fagnaðarefni og skyggnt á yfirstandandi hátíðarhöld, nú þegar 100 ár eru liðin frá stofnun ASÍ.“Ólíklegt verði að telja að 100 ára afmæli ASÍ marki þau tímamót að sambandið hætti alfarið afskiptum af myndlist og breyti um stefnu vegna hins fræga listasafns sem sambandið á. „Því er brýnt að ASÍ taki undir með SÍM um nauðsyn þess að hverfa frá fyrirhugaðri sölu á Ásmundarsal og skoði með SÍM möguleika á frekari nýtingu rýmisins í þágu myndlistarinnar.“
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira