LÍN Námsmaður í Englandi - Ein af þessum heppnu Rakel Mjöll Leifsdóttir skrifar 2. maí 2016 15:23 Fyrir fjórum árum síðan var ég stödd í Berlín að bíða eftir svari um hvort ég hefði komist inn í þá listaháskóla víðs vegar um heiminn sem ég hafði sótt um í. Ég var um ár að undirbúa möppuna mína, afla mér þekkingar og reyna að þróa stíl í myndlist sem passaði við mínar hugsanir. Ég fagnaði ákaft þegar ég heyrði að ég hafði komist inn í alla þá skóla sem ég hafði sótt um í og ég valdi Listaháskólann í Brighton, og þá myndlistarbraut sem lagði sérstaklega áherslu á sjónlistir og hljóðlist. Nám sem ekki er hægt að læra á Íslandi. Nokkur hundruð manns sóttu um komast inn í bekkinn og 10 voru valin. Mamma og pabbi voru stolt.Námið var þriggja ára BA gráða. Skólagjöldin voru í kringum 2,5 milljónir á ári. Ég fann herbergi í ódýru leiguhúsnæði og leigugjöldin mín voru um 1,4 milljónir á ári. Lánin frá LÍN í heild voru um 3,9 milljónir á ári, sem þýddi að eftir að hafa greitt skólagjöldin og leiguna fyrir árið átti ég 0 kr eftir til þess að lifa af á þessum lánum. Til þess að brúa bilið kom ég heim frá Berlín fyrr en ég ætlaði mér til að byrja að vinna og safna mér fyrir framfærslunni. Ég vann 10-12 tíma vaktir 6 daga vikunnar það sumar, áður en flutti út í byrjun september. Námið var krefjandi og aðstaðan frábær. Öll þessi hljóðvinnslu- og myndlistarstúdíó sem hægt var að leika sér í frá morgni til kvölds, og sérstaklega var gott að vinna á bókasafninu. Ég skoðaði það að vinna í Bretlandi með náminu en launin fyrir þjónustustörf í Brighton voru grín, um helmingi lægri laun en ég fengi á Íslandi sem sagt algjör tímaeyðsla. Þar sem ég var að borga svona mikið fyrir námið mitt vildi ég nýta þá peninga í að nýta aðstöðuna frekar en að á fá klink á kaffihúsi. Ég kom heim til þess að vinna í hverju einasta fríi sem ég átti - sumur, páska, um jólin, meira að segja stökk bakvið barborðið á Airwaves eitt árið á milli tónleikanna minna. Ég náði að semja við yfirmann minn um næstum því 100% starf þegar ég kom heim í þessum „fríum mínum“ og ég var því afar þakklát fyrir það og traustið sem mér var sýnt. Ég náði stundum að leigja út herbergið mitt líka á meðan ég var á Íslandi. Breskir skólar eru þekktir fyrir löngu fríin sín, mánuður er í páska- og jólafrí og 3-4 mánuðir í sumarfrí svo ég endaði á því að vera í fullu starfi á Íslandi góðan hluta af árinu á meðan ég var í námi í Bretlandi. Þannig náði ég að hafa efni á náminu mínu og lifa góðu lífi. Á lokasprettinum þegar óvænti skellurinn kom þar sem lánið var lækkað, þurfti ég að hringja hágrátandi í bankann til að fá minn fyrsta yfirdrátt og selja nokkur hljóðfæri til þess að geta gengið frá lokagreiðslunni á skólagjöldunum, til þess að geta útskrifast úr náminu sem ég hafði lagt mig alla fram við, ég hafði unnið í öllum fríiunum mínum til þess að láta þetta ganga upp og átti nú allt í einu á hættu á að öll sú vinna hefði verið til einskis. Á mínu síðasta ári var framfærslan skorin niður um 10%. Haustið eftir útskriftina var aftur skorið niður um 10% Núna fyrir næsta skólaár verður skorið niður aftur 20% ofan á þetta allt saman. Ég hreinlega skil ekki hvernig LÍN og ráðamenn þjóðarinnar geta rökstutt þessa lækkun og haldið því fram að einhver geti stundað nám í Bretlandi og lifað á þessum lánum. Ef ég væri núna að opna bréfið mitt út í Berlín myndi ég líklegast þurfa að segja nei við skólainntökunni minni vegna þess að ég sæi ekki fram á það hvernig ég ætti að hafa efni á því að borga námið mitt, búa einhvers staðar og geta átt fyrir munnbita í landi þar sem ég á ekki fjölskyldu að bakhjarli. Ég á góða vini sem eru að stunda námið sitt í Englandi og eiga eftir eitt ár eftir af skólagöngunni sinni og þurfa líklegast að hætta í náminu sínu eða taka sér árs pásu til að vinna fyrir lokaárinu til þess að geta útskrifast. Þetta er hrikaleg sorgleg þróun og ég er svo reið. Eina leiðin til þess að vera Íslendingur í námi í Englandi í dag er svipuð og sú sem Bandaríkjamenn hafa þurft að fara í gegnum tíðina til að stunda háskólanám, það er að hafa safnað sér nokkrum milljónir áður en farið er af stað. Þá þarf að byrja snemma með að leggja til hliðar alla afmælispeninga barnanna og auðvitað fermingarpeningana og meira til inn á bankareikning sem ber heitið BA námssjóðurinn. Hinn möguleikinn er að koma af efnaðri fjölskyldu sem á nokkrar milljónir á Panama sem hægt er að millifæra yfir á nýjan breskan bankareikning. Annar möguleiki er að biðja skólann um að frysta inngönguna í ár til þess að geta unnið þann tíma í Bretlandi til þess að gera borgað svipaða upphæð og heimamenn (Home fees) eða öðru ESB-landi - þessi gjöld eru eru nokkur þúsundunum pundum lærgri og þá er möguleiki á að rétt sleppa með þeim stuðningi sem námsmenn frá Íslandi fá í dag. Fólk segir núna að ég hafi verið heppin að hafa geta stundað námið mitt áður en þessa mikla lækkun tók í gildi. Það er ekki einu sinni liðið ár frá því að ég útskrifaðist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum síðan var ég stödd í Berlín að bíða eftir svari um hvort ég hefði komist inn í þá listaháskóla víðs vegar um heiminn sem ég hafði sótt um í. Ég var um ár að undirbúa möppuna mína, afla mér þekkingar og reyna að þróa stíl í myndlist sem passaði við mínar hugsanir. Ég fagnaði ákaft þegar ég heyrði að ég hafði komist inn í alla þá skóla sem ég hafði sótt um í og ég valdi Listaháskólann í Brighton, og þá myndlistarbraut sem lagði sérstaklega áherslu á sjónlistir og hljóðlist. Nám sem ekki er hægt að læra á Íslandi. Nokkur hundruð manns sóttu um komast inn í bekkinn og 10 voru valin. Mamma og pabbi voru stolt.Námið var þriggja ára BA gráða. Skólagjöldin voru í kringum 2,5 milljónir á ári. Ég fann herbergi í ódýru leiguhúsnæði og leigugjöldin mín voru um 1,4 milljónir á ári. Lánin frá LÍN í heild voru um 3,9 milljónir á ári, sem þýddi að eftir að hafa greitt skólagjöldin og leiguna fyrir árið átti ég 0 kr eftir til þess að lifa af á þessum lánum. Til þess að brúa bilið kom ég heim frá Berlín fyrr en ég ætlaði mér til að byrja að vinna og safna mér fyrir framfærslunni. Ég vann 10-12 tíma vaktir 6 daga vikunnar það sumar, áður en flutti út í byrjun september. Námið var krefjandi og aðstaðan frábær. Öll þessi hljóðvinnslu- og myndlistarstúdíó sem hægt var að leika sér í frá morgni til kvölds, og sérstaklega var gott að vinna á bókasafninu. Ég skoðaði það að vinna í Bretlandi með náminu en launin fyrir þjónustustörf í Brighton voru grín, um helmingi lægri laun en ég fengi á Íslandi sem sagt algjör tímaeyðsla. Þar sem ég var að borga svona mikið fyrir námið mitt vildi ég nýta þá peninga í að nýta aðstöðuna frekar en að á fá klink á kaffihúsi. Ég kom heim til þess að vinna í hverju einasta fríi sem ég átti - sumur, páska, um jólin, meira að segja stökk bakvið barborðið á Airwaves eitt árið á milli tónleikanna minna. Ég náði að semja við yfirmann minn um næstum því 100% starf þegar ég kom heim í þessum „fríum mínum“ og ég var því afar þakklát fyrir það og traustið sem mér var sýnt. Ég náði stundum að leigja út herbergið mitt líka á meðan ég var á Íslandi. Breskir skólar eru þekktir fyrir löngu fríin sín, mánuður er í páska- og jólafrí og 3-4 mánuðir í sumarfrí svo ég endaði á því að vera í fullu starfi á Íslandi góðan hluta af árinu á meðan ég var í námi í Bretlandi. Þannig náði ég að hafa efni á náminu mínu og lifa góðu lífi. Á lokasprettinum þegar óvænti skellurinn kom þar sem lánið var lækkað, þurfti ég að hringja hágrátandi í bankann til að fá minn fyrsta yfirdrátt og selja nokkur hljóðfæri til þess að geta gengið frá lokagreiðslunni á skólagjöldunum, til þess að geta útskrifast úr náminu sem ég hafði lagt mig alla fram við, ég hafði unnið í öllum fríiunum mínum til þess að láta þetta ganga upp og átti nú allt í einu á hættu á að öll sú vinna hefði verið til einskis. Á mínu síðasta ári var framfærslan skorin niður um 10%. Haustið eftir útskriftina var aftur skorið niður um 10% Núna fyrir næsta skólaár verður skorið niður aftur 20% ofan á þetta allt saman. Ég hreinlega skil ekki hvernig LÍN og ráðamenn þjóðarinnar geta rökstutt þessa lækkun og haldið því fram að einhver geti stundað nám í Bretlandi og lifað á þessum lánum. Ef ég væri núna að opna bréfið mitt út í Berlín myndi ég líklegast þurfa að segja nei við skólainntökunni minni vegna þess að ég sæi ekki fram á það hvernig ég ætti að hafa efni á því að borga námið mitt, búa einhvers staðar og geta átt fyrir munnbita í landi þar sem ég á ekki fjölskyldu að bakhjarli. Ég á góða vini sem eru að stunda námið sitt í Englandi og eiga eftir eitt ár eftir af skólagöngunni sinni og þurfa líklegast að hætta í náminu sínu eða taka sér árs pásu til að vinna fyrir lokaárinu til þess að geta útskrifast. Þetta er hrikaleg sorgleg þróun og ég er svo reið. Eina leiðin til þess að vera Íslendingur í námi í Englandi í dag er svipuð og sú sem Bandaríkjamenn hafa þurft að fara í gegnum tíðina til að stunda háskólanám, það er að hafa safnað sér nokkrum milljónir áður en farið er af stað. Þá þarf að byrja snemma með að leggja til hliðar alla afmælispeninga barnanna og auðvitað fermingarpeningana og meira til inn á bankareikning sem ber heitið BA námssjóðurinn. Hinn möguleikinn er að koma af efnaðri fjölskyldu sem á nokkrar milljónir á Panama sem hægt er að millifæra yfir á nýjan breskan bankareikning. Annar möguleiki er að biðja skólann um að frysta inngönguna í ár til þess að geta unnið þann tíma í Bretlandi til þess að gera borgað svipaða upphæð og heimamenn (Home fees) eða öðru ESB-landi - þessi gjöld eru eru nokkur þúsundunum pundum lærgri og þá er möguleiki á að rétt sleppa með þeim stuðningi sem námsmenn frá Íslandi fá í dag. Fólk segir núna að ég hafi verið heppin að hafa geta stundað námið mitt áður en þessa mikla lækkun tók í gildi. Það er ekki einu sinni liðið ár frá því að ég útskrifaðist.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun