Bam Margera mættur til að gefa skýrslu vegna árásarinnar á Secret Solstice Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2016 17:14 "Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur,“ segir Sveinn Andri verjandi Margera. Vísir Bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Marger mætti til landsins í dag til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna árásar sem hann varð fyrir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Greint var fyrst frá komu Margera til landsins á DV.is. Málið vakti gífurlega athygli en myndband náðist af því þegar rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Gísli Pálmi Sigurðsson og Egill Ólafur Thorarensen, veittust að Margera laugardaginn 20. júní í fyrra þegar tónlistarhátíðin Secret Solstice stóð sem hæst í Laugardalnum. Átti árásin sér stað í framleiðsluherbergi sem sett hafði verið upp í Þróttaraheimilinu.Forsvarsmenn Secret Solstice sögðu Bam Margera hafa áreitt tvær konur sem sinntu öryggisgæslu á svæðinu og að þeir sem réðust á hann hefðu verið að koma þeim til bjargar. Margera neitaði því, sagðist hafa verið ákveðinn við konurnar en ekki áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, sem Margera vildi meina að skuldaði sér og hljómsveit sinni The Earth Rocker pening.Sjá einnig: Þverneitar fyrir að hafa áreitt starfsfólk Lögmaður Margera er Sveinn Andri Sveinsson en hann segir lögregla hafa átt eftir að taka formlega skýrslu af honum. Hann sagðist hafa mál Margera að sér fljótlega eftir atvikið kom upp. Margera fór eftirminnilega af landi brott í fyrra án þess að gefa skýrslu því honum leiddist biðin eftir lögreglu. Sveinn Andri segir Margera hafa hitt sérfræðinga í Bandaríkjunum vegna áverka sem hann hlaut eftir árásina. Sveinn segir að ákveðið hafi verið að láta íslenska sérfræðinga skoða Margera og munu þeir skila læknisvottorði til lögreglu. Sveinn Andri segir að kvarnast hafi upp úr kinnbeini Margera, rétt undir auganu. Þá hlaut hann þungt högg á vinstra augað og er jafnvel hætta á að hann hafi hlotið varanlegan skaða á auga. „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur. Þarna er hópur manna sem veitir honum áverka með þremur höggum,“ segir Sveinn Andri. Hann segir Margera hafa kært árásina til lögreglu en það sé undir henni komið hverjir séu sakborningar málsins. Hann segir lögregluna með allar upptökur undir höndum frá þessu atviki og það hafi í raun legið ljóst fyrir frá byrjun hverjir væru sakborningar í málinu. Samkvæmt kærunni sakar Margera þá Gísla Pálma og Tiny um árásina ásamt þriðja manni. Sveinn Andri segir formlega bótakröfu verða lagða fram þegar öll læknisvottorð eru komin fram en segir óljóst á þessari stundu hvort gerð verði bótakrafa á Secret Solstice-hátíðina þar sem ekki sé enn komið á hreint hvort þeir sem grunaðir eru um árásina hafi verið starfsmenn hennar. Hann segir Bam Margera líkast til fara af landi brott á morgun. Tengdar fréttir Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48 Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49 Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Marger mætti til landsins í dag til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna árásar sem hann varð fyrir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Greint var fyrst frá komu Margera til landsins á DV.is. Málið vakti gífurlega athygli en myndband náðist af því þegar rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Gísli Pálmi Sigurðsson og Egill Ólafur Thorarensen, veittust að Margera laugardaginn 20. júní í fyrra þegar tónlistarhátíðin Secret Solstice stóð sem hæst í Laugardalnum. Átti árásin sér stað í framleiðsluherbergi sem sett hafði verið upp í Þróttaraheimilinu.Forsvarsmenn Secret Solstice sögðu Bam Margera hafa áreitt tvær konur sem sinntu öryggisgæslu á svæðinu og að þeir sem réðust á hann hefðu verið að koma þeim til bjargar. Margera neitaði því, sagðist hafa verið ákveðinn við konurnar en ekki áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, sem Margera vildi meina að skuldaði sér og hljómsveit sinni The Earth Rocker pening.Sjá einnig: Þverneitar fyrir að hafa áreitt starfsfólk Lögmaður Margera er Sveinn Andri Sveinsson en hann segir lögregla hafa átt eftir að taka formlega skýrslu af honum. Hann sagðist hafa mál Margera að sér fljótlega eftir atvikið kom upp. Margera fór eftirminnilega af landi brott í fyrra án þess að gefa skýrslu því honum leiddist biðin eftir lögreglu. Sveinn Andri segir Margera hafa hitt sérfræðinga í Bandaríkjunum vegna áverka sem hann hlaut eftir árásina. Sveinn segir að ákveðið hafi verið að láta íslenska sérfræðinga skoða Margera og munu þeir skila læknisvottorði til lögreglu. Sveinn Andri segir að kvarnast hafi upp úr kinnbeini Margera, rétt undir auganu. Þá hlaut hann þungt högg á vinstra augað og er jafnvel hætta á að hann hafi hlotið varanlegan skaða á auga. „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur. Þarna er hópur manna sem veitir honum áverka með þremur höggum,“ segir Sveinn Andri. Hann segir Margera hafa kært árásina til lögreglu en það sé undir henni komið hverjir séu sakborningar málsins. Hann segir lögregluna með allar upptökur undir höndum frá þessu atviki og það hafi í raun legið ljóst fyrir frá byrjun hverjir væru sakborningar í málinu. Samkvæmt kærunni sakar Margera þá Gísla Pálma og Tiny um árásina ásamt þriðja manni. Sveinn Andri segir formlega bótakröfu verða lagða fram þegar öll læknisvottorð eru komin fram en segir óljóst á þessari stundu hvort gerð verði bótakrafa á Secret Solstice-hátíðina þar sem ekki sé enn komið á hreint hvort þeir sem grunaðir eru um árásina hafi verið starfsmenn hennar. Hann segir Bam Margera líkast til fara af landi brott á morgun.
Tengdar fréttir Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48 Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49 Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49
Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30
Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47