Greta með fjórtánda vinsælasta lagið hjá ofuraðdáendum Eurovision Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. maí 2016 11:23 Greta flytur lagið "Hear them calling“ í Stokkhólmi 10. maí næstkomandi. Vísir Heitustu aðdáendur Eurovision um Evrópu, og nú einnig Ástralíu, hafa kveðið upp sinn dóm í allsherjarkosningu OGAE, sem eru regnhlífasamtök aðdáendaklúbba keppninnar í hverju þátttökulandi fyrir sig. Greta Salóme Stefánsdóttir, flytjandi íslenska lagsins „Hear them calling“, hafnar í 14. sæti í þeirra kosningu. Aðdáendaklúbbur Svía var sá síðasti til þess að greiða atkvæði. Hér má sjá niðurstöður þeirra en Svíar gáfu Gretu þrjú stig. Aðdáendasamtökin spá Frakklandi sigri en Frakkarnir fá 425 stig alls í kosningunni. Rússland fylgir fast á hæla Frakklands með 392 stig. Þetta eru sömu lönd og veðbankar telja að berjast muni um titilinn. Það er hinn sykursæti Amir sem syngur lag Frakklands en lagið er flutt bæði á frönsku og ensku. Það fjallar um að vera týndur en að fá styrk frá sérstökum einstaklingi. Amir hefur tekið þátt í hæfileikaþáttum á borð við, A Star is Born í Ísrael og The Voice í Frakklandi. Hér að neðan má hlusta á lag Frakka í ár. Rússar tróna á toppi veðbanka með lagið You are the only one í flutningi Sergey Lazarev. Lazarev er söngvari ársins í Rússlandi en þar í landi nýtur hann mikilla vinsælda sem söngvari og þáttastjórnandi. Hlýða má á lag Rússa hér að neðan.Ástralía lendir í þriðja sæti í aðdáendakosningunni með 280 stig, Búlgaría í því fjórða með 175 stig og Ítalía í fimmta sæti með 170 stig. Íslenska lagið fékk 44 stig í heildina en það voru aðdáendur í Andorra, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Írlandi, Lúxemborg, Hollandi, Spáni, Sviss, Bretlandi og Rússlandi sem gáfu Íslandi stig. Tékkar virðast vera sérstaklegar hrifnir af framlagi Íslands en tékkneskir aðdáendur gáfu „Hear them calling“ heil tíu stig. Aðeins er rétt rúm vika í að Greta stigi á svið í Stokkhólmi þar sem keppnin fer fram en hún er sextánda á svið í fyrri undanúrslitariðli. Hér má sjá niðurstöðurnar í heild sinni. Veðbankar eru ekki örlítið neikvæðari í garð íslenska framlagsins og aðdáendahóparnir en samkvæmt vefsíðunni Oddschecker, sem tekur saman líkur frá veðbönkum víðsvegar um internetið, mun Greta hafna í 19 eða 20. sæti. Eurovision Tengdar fréttir Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34 Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30 Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira
Heitustu aðdáendur Eurovision um Evrópu, og nú einnig Ástralíu, hafa kveðið upp sinn dóm í allsherjarkosningu OGAE, sem eru regnhlífasamtök aðdáendaklúbba keppninnar í hverju þátttökulandi fyrir sig. Greta Salóme Stefánsdóttir, flytjandi íslenska lagsins „Hear them calling“, hafnar í 14. sæti í þeirra kosningu. Aðdáendaklúbbur Svía var sá síðasti til þess að greiða atkvæði. Hér má sjá niðurstöður þeirra en Svíar gáfu Gretu þrjú stig. Aðdáendasamtökin spá Frakklandi sigri en Frakkarnir fá 425 stig alls í kosningunni. Rússland fylgir fast á hæla Frakklands með 392 stig. Þetta eru sömu lönd og veðbankar telja að berjast muni um titilinn. Það er hinn sykursæti Amir sem syngur lag Frakklands en lagið er flutt bæði á frönsku og ensku. Það fjallar um að vera týndur en að fá styrk frá sérstökum einstaklingi. Amir hefur tekið þátt í hæfileikaþáttum á borð við, A Star is Born í Ísrael og The Voice í Frakklandi. Hér að neðan má hlusta á lag Frakka í ár. Rússar tróna á toppi veðbanka með lagið You are the only one í flutningi Sergey Lazarev. Lazarev er söngvari ársins í Rússlandi en þar í landi nýtur hann mikilla vinsælda sem söngvari og þáttastjórnandi. Hlýða má á lag Rússa hér að neðan.Ástralía lendir í þriðja sæti í aðdáendakosningunni með 280 stig, Búlgaría í því fjórða með 175 stig og Ítalía í fimmta sæti með 170 stig. Íslenska lagið fékk 44 stig í heildina en það voru aðdáendur í Andorra, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Írlandi, Lúxemborg, Hollandi, Spáni, Sviss, Bretlandi og Rússlandi sem gáfu Íslandi stig. Tékkar virðast vera sérstaklegar hrifnir af framlagi Íslands en tékkneskir aðdáendur gáfu „Hear them calling“ heil tíu stig. Aðeins er rétt rúm vika í að Greta stigi á svið í Stokkhólmi þar sem keppnin fer fram en hún er sextánda á svið í fyrri undanúrslitariðli. Hér má sjá niðurstöðurnar í heild sinni. Veðbankar eru ekki örlítið neikvæðari í garð íslenska framlagsins og aðdáendahóparnir en samkvæmt vefsíðunni Oddschecker, sem tekur saman líkur frá veðbönkum víðsvegar um internetið, mun Greta hafna í 19 eða 20. sæti.
Eurovision Tengdar fréttir Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34 Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30 Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Sjá meira
Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34
Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30