Lífið

Fyrsta Snapchat-keppnin milli ís­lenskra fram­halds­skóla

Tinni Sveinsson skrifar
Keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official.
Keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official. Getty Images
Á morgun hefst fyrsta Snapchat-keppni sem haldin hefur verið milli framhaldsskóla landsins. Að keppninni stendur Áttan, samfélasmiðlaþáttur sem hefur vakið mikla athygli síðastliðin tvö ár.

Keppnin kallast So You Think You Can Snap! og hafa tuttugu framhaldsskólar skráð sig til leiks. Hver skóli teflir fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official.

Keppnin er einföld. Tveir skólar keppa á dag og reyna snappararnir að öðlast hylli áhorfenda með fyndnum, skemmtilegum eða áhugaverðum snöppum. Áhorfendur velja svo þann sem þeim þykir betri með skjáskoti í lok dags. Sá skóli sem fær fleiri skjáskot og þar af leiðandi atkvæði kemst áfram í undanúrslit.

Áttuna skipa þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder. Undanfarin misseri hafa þeir komið ungu fólki á framfæri með því að leyfa því að spreyta sig innan merki Áttunnar. Nú er aftur á móti komið að stóra skrefinu en keppnin er fyrst og fremst ætluð til þess að finna nýja snappara og hæfileikaríkt fólk.

Keppnin fer fram undir reikningnum Attan_official næstu fjórar vikunar og mun Vísir fylgjast grannt með gangi mála. Sigurvegarinn hreppir svo nýja Lenovo tölvu frá Nýherja.



Dagskrá keppninnar:

22. ágúst

Fjölbrautarskóli Vesturlands vs. MH

23. ágúst

Fjölbrautarskóli Mosfellsbæjar vs. Menntaskólinn á Tröllaskaga

24. ágúst

Framhaldsskólinn á Húsavík vs. Tækniskólinn

25. ágúst

Menntaskólinn á Akureyri vs. Fjölbraut við Ármúla

26. ágúst

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vs. Menntaskólinn í Kópavogi

29. ágúst

Fjölbraut í Breiðholti vs. Menntaskólinn við Sund

30. ágúst

Kvennaskólinn vs. Verzlunarskóli Íslands

31. ágúst

Fjölbrautarskóli Snæfellinga vs. Fjölbraut í Garðabæ

1. september

Menntaskólinn í Reykjavík vs. Verkmenntaskólinn á Akureyri

2. september

Fjölbrautarskóli Suðurlands vs. Flensborgarskólinn

Sigurvegarinn hlýtur Lenovo tölvu frá Nýherja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.