Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Birta Svavarsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 21:00 Ögmundur Jónasson og Hanna Birna Kristjánsdóttir tókust á í þættinum Vikulokin á Rás 1. Vísir Háværar umræður brutust út í út í þættinum Vikulokin sem var á dagskrá Rásar 1 í gær. Í kjölfar umræðu um stöðu kvenna í stjórnmálum á Íslandi í dag og þá andstöðu sem konur mæta í stjórnmálum sakaði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt tal í sinn garð sér til persónulegs framdráttar. Til viðtals í þættinum voru, auk Ögmundar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Karl Garðarsson, Framsóknarflokknum.Staðfastar konur kallaðar frekjurHanna Birna sagði um konur á þingi að henni fyndist „ganga of hægt að breyta stjórnmálum. Mér finnst þau gamaldags, mér finnst þau staðin, mér finnst þau kalla á endalaus átök. Mér finnst líka þrátt fyrir að það sé um 50/50 [kynjahlutfall] í stjórnmálum, þá finnst mér konur mæta allt öðrum veruleika heldur en strákarnir.“ Beðin um að útskýra nánar sagði hún, „mér finnst viðhorfið til kvenna í stjórnmálum vera allt annað en viðhorfið til karla. Ef kona stendur fast á sannfæringu sinni þá er hún frekja. Það slettist á karla og þeir eru þá bara að taka þátt í leiknum, leikurinn er svona. En konur lenda í hremmingum og þær eru miklu harðar gagnrýndar ... ég veit ekki hversu oft ég hef verið kölluð Ísdrottningin eða Járnfrúin.“ Björt Ólafs tók undir með Hönnu Birnu og sagðist kannast við þetta úr þeim nefndum sem hún sæti í á þingi. Þar ríkti mikil karlamenning og að oft væru gerðar aðrar og meiri kröfur til kvenna að sanna sig en til karla.Telur konur nýta sér neikvætt umtal sér til framdráttarÖgmundur tók þá til máls og sagði, „Ég er náttúrulega oft búinn að heyra þessa ræðu. Nú eru þær að lýsa sinni upplifun og ég efast ekki um að hún sé sönn en þó hef ég stundum á tilfinningunni að konur séu að nýta sér svona tal sjálfum sér til framdráttar.“ Brutust út hávær mótmæli þegar Ögmundur lét þessi orð falla, en Hanna Birna skaut þá inn í, „Það er einmitt þetta, það þarf ekki að segja meira“. Björt Ólafs tók undir með Hönnu Birnu og sagði, „Þú mátt segja þetta, en þú verður bara dæmdur fyrir það. Bara gjörðu svo vel.“ „Já, dæmiði mig endilega. Mér finnst þetta,“ svaraði Ögmundur. „Mér finnst konur oft, þetta er svona soldið klisjutal um það að konur hugsi öðruvísi en karlar og eitthvað svoleiðis, en ég hef ekki upplifað þetta svona. Mér finnst konur jafnt sem karlar vera mismunandi einstaklingar sem að ræða hlutina á mismunandi hátt saman. Sumir karlar eru frekir og yfirgangssamir og aðrir eru það ekki, og það nákvæmlega sama gildir um konur.“ Segir enga tilviljun að konur sitji skemur á þingi en karlarHanna Birna svaraði Ögmundi og sagði það vera „ómaklegt og makalaust af manni sem situr í flokki sem að kennir sig við jafnrétti að reyna að halda því fram að upplifun kvenna af því að þetta sé karlaheimur“ væri eitthvað sem konur væru að minnast á til að koma sjálfum sér áfram. „Mér finnst það makalaus túlkun á okkar upplifun, og ég bendi líka á það að þetta er ekki bara upplifun. Staðreyndin er sú að, það er alveg hárrétt að konur hafa náð miklum árangri á Íslandi, helmingur þingmanna í dag eru konur. En hvernig skyldi standa á því að ef reiknuð er þingreynsla þessara kvenna, þá er hún alltaf helmingi styttri en karla? Hvernig skyldi standa á því að íslenskar konur sem fara inn á þing sitja nákvæmlega helmingi skemur en íslenskir karlar? Er eitthvað í konunum, er einhver að þeim? Eða gæti það verið að umhverfið hentaði þeim verr? Konan sem er með lengstu þingreynslu á Íslandi og er að fara út af þingi er fertug. Hún er fertug! Og það er staðreynd, Ögmundur, að karlar sitja helmingi lengur. Að reyna að halda því fram að þetta sé eitthvað sem konur nota, nei, þetta er staðreynd sem við upplifum á hverjum einasta degi. Við eigum sem jafnréttissamfélag að hafa hugrekki til að viðurkenna það, vinna með það og tala um það en ekki tala eins og það sé einhver tilbúin upplifun.“ Björt tók undir með Hönnu Birnu, „Mér finnst þessi ummæli Ögmundar hreint ótrúleg og er eiginlega dálítið bit yfir þeim, staðreyndin er sú að það að starfa inn á þingi er mjög ófjölskylduvænt ... Þetta er fyrst og fremst starf fyrir miðaldra karlmenn, og það er mjög vont, það skiptir máli að ungt fólk vilji fara inn á Alþingi.“Sagði grátinn í konum á þingi oft vera einum of mikill harmurÖgmundur sakaði þá Hönnu Birnu og Björt um að snúa út úr orðum sínum, sem hann stóð sem fastast við. Hann sagði ennfremur að starf þingmanns væri mjög sveigjanlegt samanborið við önnur störf í samfélaginu og gaf því lítið fyrir þau ummæli að starfið væri ófjölskylduvænt og sniðið að miðaldra karlmönnum. Sagði hann „grátinn“ í konum á þingi oft „vera einum of mikill harmur“ og að sín upplifun á muni karla og kvenna á þingi værií engu samræmi við upplifun Hönnu og Bjartar.„Maður er bara sleginn niður“„Ég er bara að reyna að halda fram minni skoðun. Þið segist aldrei hafa heyrt aðra eins ósvífni og að ég skuli leyfa mér að tala svona. Maður er bara sleginn niður, en ég ætla ekki að láta slá mig niður út af þessu.“ Sagðist Ögmundur fyrst og fremst vilja líta á konur og karla sem mismunandi einstaklinga, og vísaði alfarið frá öllum ummælum um að hann væri að svíkja jafnréttishugsjónir flokksins sem hann kæmi úr.Þátturinn hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, en fjöldi fólks hefur tjáð sig um málið. Sjá má nokkur dæmi hér fyrir neðan. Vó. Sýnidæmi um freka kallinn í Vikulokunum á Rás1 rétt í þessu. Er í sjokki hversu takmarkaða þekkingu Ögmundur J hefur á femínisma.— Valgerður Björk (@valgerdurbjork) August 20, 2016 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
Háværar umræður brutust út í út í þættinum Vikulokin sem var á dagskrá Rásar 1 í gær. Í kjölfar umræðu um stöðu kvenna í stjórnmálum á Íslandi í dag og þá andstöðu sem konur mæta í stjórnmálum sakaði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt tal í sinn garð sér til persónulegs framdráttar. Til viðtals í þættinum voru, auk Ögmundar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Karl Garðarsson, Framsóknarflokknum.Staðfastar konur kallaðar frekjurHanna Birna sagði um konur á þingi að henni fyndist „ganga of hægt að breyta stjórnmálum. Mér finnst þau gamaldags, mér finnst þau staðin, mér finnst þau kalla á endalaus átök. Mér finnst líka þrátt fyrir að það sé um 50/50 [kynjahlutfall] í stjórnmálum, þá finnst mér konur mæta allt öðrum veruleika heldur en strákarnir.“ Beðin um að útskýra nánar sagði hún, „mér finnst viðhorfið til kvenna í stjórnmálum vera allt annað en viðhorfið til karla. Ef kona stendur fast á sannfæringu sinni þá er hún frekja. Það slettist á karla og þeir eru þá bara að taka þátt í leiknum, leikurinn er svona. En konur lenda í hremmingum og þær eru miklu harðar gagnrýndar ... ég veit ekki hversu oft ég hef verið kölluð Ísdrottningin eða Járnfrúin.“ Björt Ólafs tók undir með Hönnu Birnu og sagðist kannast við þetta úr þeim nefndum sem hún sæti í á þingi. Þar ríkti mikil karlamenning og að oft væru gerðar aðrar og meiri kröfur til kvenna að sanna sig en til karla.Telur konur nýta sér neikvætt umtal sér til framdráttarÖgmundur tók þá til máls og sagði, „Ég er náttúrulega oft búinn að heyra þessa ræðu. Nú eru þær að lýsa sinni upplifun og ég efast ekki um að hún sé sönn en þó hef ég stundum á tilfinningunni að konur séu að nýta sér svona tal sjálfum sér til framdráttar.“ Brutust út hávær mótmæli þegar Ögmundur lét þessi orð falla, en Hanna Birna skaut þá inn í, „Það er einmitt þetta, það þarf ekki að segja meira“. Björt Ólafs tók undir með Hönnu Birnu og sagði, „Þú mátt segja þetta, en þú verður bara dæmdur fyrir það. Bara gjörðu svo vel.“ „Já, dæmiði mig endilega. Mér finnst þetta,“ svaraði Ögmundur. „Mér finnst konur oft, þetta er svona soldið klisjutal um það að konur hugsi öðruvísi en karlar og eitthvað svoleiðis, en ég hef ekki upplifað þetta svona. Mér finnst konur jafnt sem karlar vera mismunandi einstaklingar sem að ræða hlutina á mismunandi hátt saman. Sumir karlar eru frekir og yfirgangssamir og aðrir eru það ekki, og það nákvæmlega sama gildir um konur.“ Segir enga tilviljun að konur sitji skemur á þingi en karlarHanna Birna svaraði Ögmundi og sagði það vera „ómaklegt og makalaust af manni sem situr í flokki sem að kennir sig við jafnrétti að reyna að halda því fram að upplifun kvenna af því að þetta sé karlaheimur“ væri eitthvað sem konur væru að minnast á til að koma sjálfum sér áfram. „Mér finnst það makalaus túlkun á okkar upplifun, og ég bendi líka á það að þetta er ekki bara upplifun. Staðreyndin er sú að, það er alveg hárrétt að konur hafa náð miklum árangri á Íslandi, helmingur þingmanna í dag eru konur. En hvernig skyldi standa á því að ef reiknuð er þingreynsla þessara kvenna, þá er hún alltaf helmingi styttri en karla? Hvernig skyldi standa á því að íslenskar konur sem fara inn á þing sitja nákvæmlega helmingi skemur en íslenskir karlar? Er eitthvað í konunum, er einhver að þeim? Eða gæti það verið að umhverfið hentaði þeim verr? Konan sem er með lengstu þingreynslu á Íslandi og er að fara út af þingi er fertug. Hún er fertug! Og það er staðreynd, Ögmundur, að karlar sitja helmingi lengur. Að reyna að halda því fram að þetta sé eitthvað sem konur nota, nei, þetta er staðreynd sem við upplifum á hverjum einasta degi. Við eigum sem jafnréttissamfélag að hafa hugrekki til að viðurkenna það, vinna með það og tala um það en ekki tala eins og það sé einhver tilbúin upplifun.“ Björt tók undir með Hönnu Birnu, „Mér finnst þessi ummæli Ögmundar hreint ótrúleg og er eiginlega dálítið bit yfir þeim, staðreyndin er sú að það að starfa inn á þingi er mjög ófjölskylduvænt ... Þetta er fyrst og fremst starf fyrir miðaldra karlmenn, og það er mjög vont, það skiptir máli að ungt fólk vilji fara inn á Alþingi.“Sagði grátinn í konum á þingi oft vera einum of mikill harmurÖgmundur sakaði þá Hönnu Birnu og Björt um að snúa út úr orðum sínum, sem hann stóð sem fastast við. Hann sagði ennfremur að starf þingmanns væri mjög sveigjanlegt samanborið við önnur störf í samfélaginu og gaf því lítið fyrir þau ummæli að starfið væri ófjölskylduvænt og sniðið að miðaldra karlmönnum. Sagði hann „grátinn“ í konum á þingi oft „vera einum of mikill harmur“ og að sín upplifun á muni karla og kvenna á þingi værií engu samræmi við upplifun Hönnu og Bjartar.„Maður er bara sleginn niður“„Ég er bara að reyna að halda fram minni skoðun. Þið segist aldrei hafa heyrt aðra eins ósvífni og að ég skuli leyfa mér að tala svona. Maður er bara sleginn niður, en ég ætla ekki að láta slá mig niður út af þessu.“ Sagðist Ögmundur fyrst og fremst vilja líta á konur og karla sem mismunandi einstaklinga, og vísaði alfarið frá öllum ummælum um að hann væri að svíkja jafnréttishugsjónir flokksins sem hann kæmi úr.Þátturinn hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, en fjöldi fólks hefur tjáð sig um málið. Sjá má nokkur dæmi hér fyrir neðan. Vó. Sýnidæmi um freka kallinn í Vikulokunum á Rás1 rétt í þessu. Er í sjokki hversu takmarkaða þekkingu Ögmundur J hefur á femínisma.— Valgerður Björk (@valgerdurbjork) August 20, 2016
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira