Handbolti

Þjálfari Íslandsmeistaranna: Fimm lið geta unnið titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, er á því að Olís-deild karla í handbolta sé sterkari en undanfarin ár.

„Það er ljóst að með heimkomu þessara leikmanna og hversu fáir fóru út í sumar hefur deildin styrkst. Það er langt síðan hún hefur verið svona jöfn og skemmtileg,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Gunnar telur að fimm lið geti orðið Íslandsmeistari.

„Mér finnst vera fimm mjög sterk lið sem munu berjast um þá titla sem í boði eru. Það er líka ljóst að fallbaráttan verður hörð. Þannig að framundan eru skemmtilegir mánuðir,“ sagði Gunnar sem hefur stýrt Haukum til sigurs í níu leikjum í röð. Íslandsmeistararnir sitja í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar.

Framtíðin björt í landsliðinu

Gaupi spurði Gunnar einnig út í íslenska landsliðið og möguleika þess á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði.

„Við þurfum bara að vera þolinmóðir núna. Við erum að ganga í gegnum breytingar og þetta getur farið á báða vegu,“ sagði Gunnar sem var lengi hluti af þjálfarateymi landsliðsins.

„Ég er bjartsýnn fyrir framtíðina. Það eru mjög margir leikmenn að koma upp og við höfum sýnt það í yngri landsliðunum að við stöndum þessum bestu þjóðum ekkert langt að baki. Framtíðin er björt en þetta mun taka tíma og við þurfum að vera þolinmóðir.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka

Fjórir leikmenn Hauka hafa skorað fimm mörk eða fleiri í leik í átta leikja sigurgöngu liðsins í Olís-deild karla. Haukaliðið getur lokað hringnum með sigri á nágrönnum sínum í Kaplakrika í kvöld en Haukaliðið væri þá búið að

Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM

Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×