Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Snævar Ívarsson skrifar 21. desember 2016 00:00 Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun