Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2016 19:30 Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00