Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2016 19:30 Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingum og rætt við skipstjóra um hvernig þeim lítist á að sigla um jarðgöng. Göngunum er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds, en utan við Stað er veðravíti og svæsin röst, þar sem mætast straumar og öldur úr ólíkum áttum. Göngin verða nægilega stór til að rúma 85 prósent þeirra skipa sem sigla meðfram ströndum Noregs, þar á meðal farþegaferjur Hurtigruten.Göngin eiga að rúma strandferjur Hurtigruten.Grafík/Stad SkipstunnelÞar sem slík göng hafa aldrei áður verið grafin í heiminum vita menn ekki hvernig verður að sigla í gegnum þau. Svar Norðmanna er að nýta sér gerviheim tölvutækninnar, búa til sýndarveruleika og setja göngin inn í siglingahermi. Reyndir skipstjórar á flutningaskipum og farþegaferjum eru svo fengnir til að prófa hvernig þeim gengur að sigla í gegn. Tölvutæknin gefur þeim færi á að reyna sig við göngin miðað við mismunandi veður og sjólag.Stór hluti, eða um 85%, af þeim skipum sem sigla venjulega við strendur Noregs munu geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Tilgangurinn með þessum æfingum er að sjá hvort endurskoða þurfi hönnun áður en framkvæmdir hefjast og hefur verkefnið þegar leitt til þess að gerðar verða smávægilegar breytingar, meðal annars við gangamunna.Skipagöngin við Stað verða 1,7 kílómetrar að lengd. Hæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar, breiddin 36 metrar og dýpt undir sjávarmáli tólf metrar á fjöru. Kostnaður er nú áætlaður um 35 milljarðar íslenskra króna. Verkefnið er komið á samgönguáætlun norska ríkisins með fyrirvara um samþykki Stórþingsins. Áætlanir miða við að byrjað verði að grafa árið 2018 og að göngin verði tilbúin árið 2021. Skipstjórunum líst vel á göngin, að því er fram kemur í viðtölum í fréttinni, sem sjá má hér að ofan. Myndefnið er frá Kystverket, siglingastofnun Noregs, og Stad Skipstunnel, sem heldur utan um verkefnið.Æfingarnar í sigingaherminum hafa leitt til þess að smávægilegar breytingar verða gerðar við gangamunna til að auðvelda mönnum að sigla inn og út.Grafík/Stad Skipstunnel.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Norska stjórnin hefur samþykkt nýstárlegar stórframkvæmdir í samgöngum Norðmenn ætla að gera skipagöng í gegnum skagann Staðarnes, Stad, sem er í vesturhluta Noregs, nyrst í Sogni og Firðafylki. Skipaskurðir eru algengir en þetta verða fyrstu skipagöng sögunnar. 14. mars 2015 13:00