Assad heitir því að endurheimta „hverja tommu“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 10:30 Bashar al-Assad á þinginu eftir ræðu sína. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands. Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands.
Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Sjá meira