Vinkona leikkonunnar Amber Heard hefur komið henni til varnar og segist hafa heyrt hana öskra þegar eiginmaður hennar Johnny Depp veitti henni áverka. Heard hefur sótt um skilnað frá Depp og segir hann hafa beitt sig ofbeldi.
iO Tillett Wright segist hafa verið að tala við Heard í símanum þegar Depp kastaði símanum framan í Heard.
Í fjölda færsla á Twittersíðu sinni segir Wright frá því hún hafi margsinnis séð áverka á Heard og deilir hún frétt frá TMZ um að vitni segi enga áverka hafa verið á leikkonunni. Wright spyr hve mikið af sönnunargögnum konur þurfi og bendir á að Heard hafi lagt fram myndir, smáskilaboð, vitni og hafi sótt um nálgunarbann.
I was on the fucking phone when he hit her. I HEARD HER SCREAM. I will testify. Here and in court. Under oath. WHAT ELSE DOES A WOMAN NEED?
— iO Tillett Wright (@iOlovesyou) June 7, 2016
Heard sótti um skilnað frá Depp þann 23. maí. Nokkrum dögum síðar mætti hún fyrir dómara með glóðurauga. Hún segir Depp hafa ráðist á sig nokkrum sinnum á fimmtán mánaða hjónabandi þeirra.
Lögmaður Depp segir að Heard hafi ákveðið að sækjast eftir nálgunarbanni vegna neikvæðar umfjöllunar um hana. Aðdáendur Depp brugðust reiðir við því að hún sótti um skilnað einungis nokkrum dögum eftir að móðir hans lést.