Stjórnarmyndun, stéttabarátta og málamiðlanir Torfi H. Tulinius skrifar 21. desember 2016 07:00 Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau sem fara fyrir flokkunum fimm sem hafa reynt að mynda starfhæfa ríkisstjórn frá miðju til vinstri eru geðþekkar manneskjur. Enginn efast um einlægan vilja þeirra til að finna samstarfsflöt án þess að fórna of miklu af stefnumálum sínum. Samt hefur ekki gengið saman með þeim. Gæti skýringin verið að menn hafi misst sjónar á því hvar hagsmunir fjöldans liggja? Á það til dæmis við um Pírata og Bjarta framtíð sem hafna skiptingu milli vinstri og hægri og kalla eftir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum? Auðvelt er að samsinna því að gott sé að festast ekki í skotgröfum og að starfshætti megi ávallt bæta. Það breytir ekki því að mikill meirihluti verðmæta landsmanna er í höndum fámenns hóps eignamanna og að bilið milli þeirra og hinna er að aukast. Ekki bætir úr skák að þau kerfi samfélagsins sem hafa gert misskiptinguna bærilega hafa veikst. Það er hagur meginþorra landsmanna að snúa þessari þróun við. Miðjustjórn í þágu almennings hlýtur að taka mið af því. Annars halda helstu stoðir samfélagsins áfram að drabbast niður: heilbrigðiskerfið, velferðin, samgöngurnar, skólarnir, rannsóknir og nýsköpun, m.ö.o. allt sem gerir samfélag okkar manneskjulegt og býr það undir framtíðina. Það verður að sækja fjármunina þangað sem þeir eru. Á Norðurlöndum og víða í Vestur-Evrópu eru hærri skattþrep fyrir þá tekjumeiri og skattar á stóreignafólk. Þetta er viðurkenning á því að það er samfélagið sem gerir þessu fólki kleift að auðgast og því sé eðlilegt að það taki þátt í að halda því við. Þetta á íslensk efnastétt erfitt með að viðurkenna.Óbilgjörn auðmannastétt Fréttir herma að stjórnarmyndun hafi siglt í strand vegna þess að ekki var samkomulag um tekjuhlið ríkisfjármála, m.ö.o. um að skattleggja þá efnameiri. Einn af flokkunum sem komu að umræddum viðræðum, Viðreisn, á rætur hjá stóreignafólki og þeim sem starfa fyrir það. Það er því ekki von að hann vilji efla tekjuöflun ríkisins með þessum hætti. Þótt geðþekkir séu, virðast forystumenn flokksins ekki hafa verið tilbúnir að gefa neitt eftir að þessu leyti. Þeir hafa staðið með hagsmunum fámennrar stéttar gegn fjöldanum. Í viðleitni sinni til að ná saman virðast hinir flokkarnir fjórir hafa verið misjafnlega meðvitaðir um að í gangi væri stéttabarátta. Nú er eins og línur hafi skýrst. Framsóknarflokkurinn er að uppruna og upplagi félagslega sinnaður og hefur nú skákað auðmanninum sem var formaður um skeið út í horn. Í ljósi þess að nauðsynlegt er að styrkja tekjuhlið ríkisfjármála og Viðreisn virðist ekki vilja málamiðlanir er rétt að Píratar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn kanni samstarf við Framsókn. Þá þarf aðrar málamiðlanir en þær eru líklega skárri en að óbilgjörn og skammsýn auðmannastétt setji öðrum skilyrði sem eru óásættanleg ef endurreisa á velferð, menntun og nýsköpun á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar