Ríkislögreglustjóri kominn á samfélagsmiðla í tilefni af EM Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 19:02 Ríkislögreglustjórinn er með bláleita Facebook-síðu. Vísir Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hlutverk hinna íslensku lögreglumanna sem starfa munu í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu verður fyrst og fremst að vera upplýsingamiðlarar og tengiliðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þannig verða tveir lögreglumenn staddir í stjórnstöð mótsins í París og munu þeir miðla upplýsingum milli franskra yfirvalda og íslensku lögreglumannanna sem verða viðstaddir leikina sjálfa. Sex lögreglumenn verða viðstaddir leikina en þeir verða tengiliðir milli íslenskra áhorfenda og franskra yfirvalda. Íslensk stjórnvöld sendu þessa átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Átta lögreglumenn voru sendir til Frakklands.Vísir/Vilhelm„Allar ákvarðanir sem teknar eru í tengslum við mótið fara í gegnum stjórnstöðina. Stjórnstöðin verður opin allan sólarhringinn á meðan á mótinu stendur og munu íslensku lögreglumennirnir hafa viðveru þar á dagvinnutíma og vera með bakvakt á nóttunni,“ segir í tilkynningunni. Þar er rík áhersla lögð á það að hinir íslensku lögreglumenn hafa ekki lögregluvaldheimildir og munu ekki taka ákvarðanir um aðgerðir. „Öll stjórnun, skipulag og ákvörðunarvald er í höndum franskra yfirvalda. Því mun hlutverk íslenskra lögreglumanna vera að aðstoða Íslendinga eins og þörf krefur en þeir munu ekki taka ákvarðanir um neinar aðgerðir né hafa lögregluvaldheimildir.“ Vegna þessa ákvað Ríkislögreglustjóri að opna reikninga á samskiptamiðlunum Facebook, Instagram og Twitter. Ekkert tíst hefur birst enn en eina færsla embættisins á Facebook er birt hér að neðan. „Þessir miðlar verða notaðir til að koma á framfæri upplýsingum til íslenskra stuðningsmanna.“ Lögreglumennirnir hafa þegar hafið störf í Frakklandi.Nánari upplýsingar hér: Facebook: https://facebook.com/rikislogreglustjorinn Twitter:http://twitter.com/rikislogrstj - @rikislogrstj Instagram: https://instagram.com/rikislogrstjÍslendingum í neyð sem staddir eru í Frakklandi skal bent á að hringja í neyðarnúmerið 112 í Frakklandi.Ríkislögreglustjóri hefur einnig opnað póstfang fyrir almenning til að senda inn fyrirspurnir eða aðstoðarbeiðnir í tengslum við veru íslensku lögreglunnar í Frakklandi. Netfang: em2016@logreglan.is og em2016@police.is
Tengdar fréttir Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04 Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Strákarnir kvöddu í stífpressuðum jakkafötum | Myndir Íslenska karlalandsliðið fór frá landinu til Frakklands í morgun. 7. júní 2016 11:04
Hollande varar við árásum á EM François Hollande, forseti Frakklands, varaði í gær við mögulegum hryðjuverkaárásum sem gætu farið fram á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í sumar. Mótið er haldið í Frakklandi. 6. júní 2016 07:00