"Ég var bara með svo fjandi mikla túrverki!“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2016 19:30 Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís. Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira
Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís.
Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira
Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00