Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2016 20:30 Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. Ekki sé hægt að kalla greinargerð innanríkisráðherra með samgönguáætlun annað en neyðaróp. Sameiginleg umsögn fimm samtaka undir hatti Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun er ekki aðeins óvenju stórorð. Hún er einnig sérstök að því leyti að við lýsingu á ástandinu er eingöngu vitnað í greinargerð innanríkisráðherra til Alþingis. „Þeir sérfræðingar sem fjalla um málið af hálfu hins opinbera fella þarna mjög harkalega dóma um ástandið í samgöngukerfinu, vegakerfinu og öðru viðhlýtandi,” segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þeir segi meðal annars að fjárveitingar nægi varla til að verja vegakerfið skemmdum, ástand slitlags hafi versnað undanfarin ár og standi engan veginn undir kröfum, yfir tvöþúsund kílómetrar af vegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki veghönnunarreglur nýrra vega og mikil þörf sé á að endurnýja brýr. „Þegar athugasemdirnar með frumvarpinu eru lesnar þá auðvitað kemur manni ekkert annað orð í hug heldur en neyðaróp,” segir Almar.Frá hringveginum í Berufirði. Þar er malarvegur ennþá hluti af þjóðvegi númer 1.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fjárfestingar í samgönguinnviðum hafi frá hruni verið minni en eðlilegar afskriftir. “Það þýðir á mannamáli að þessir mikilvægu innviðir okkar eru í raun að rýrna. Og í krafti öflugrar ferðaþjónustu, sífellt vaxandi atvinnulífs, út um alla landsbyggð, sem þarf þá að tengja saman á milli landshluta, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar strategísku spurningar hvort við viljum ekki gera betur þarna. Því þetta er svona ákveðin lífæð fyrir atvinnulíf og aðra, skapar störf og annað, og við hljótum að vilja bregðast við,” segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Alþingi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. Ekki sé hægt að kalla greinargerð innanríkisráðherra með samgönguáætlun annað en neyðaróp. Sameiginleg umsögn fimm samtaka undir hatti Samtaka atvinnulífsins um samgönguáætlun er ekki aðeins óvenju stórorð. Hún er einnig sérstök að því leyti að við lýsingu á ástandinu er eingöngu vitnað í greinargerð innanríkisráðherra til Alþingis. „Þeir sérfræðingar sem fjalla um málið af hálfu hins opinbera fella þarna mjög harkalega dóma um ástandið í samgöngukerfinu, vegakerfinu og öðru viðhlýtandi,” segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þeir segi meðal annars að fjárveitingar nægi varla til að verja vegakerfið skemmdum, ástand slitlags hafi versnað undanfarin ár og standi engan veginn undir kröfum, yfir tvöþúsund kílómetrar af vegum með bundnu slitlagi uppfylli ekki veghönnunarreglur nýrra vega og mikil þörf sé á að endurnýja brýr. „Þegar athugasemdirnar með frumvarpinu eru lesnar þá auðvitað kemur manni ekkert annað orð í hug heldur en neyðaróp,” segir Almar.Frá hringveginum í Berufirði. Þar er malarvegur ennþá hluti af þjóðvegi númer 1.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fjárfestingar í samgönguinnviðum hafi frá hruni verið minni en eðlilegar afskriftir. “Það þýðir á mannamáli að þessir mikilvægu innviðir okkar eru í raun að rýrna. Og í krafti öflugrar ferðaþjónustu, sífellt vaxandi atvinnulífs, út um alla landsbyggð, sem þarf þá að tengja saman á milli landshluta, þá hljótum við að spyrja okkur þeirrar strategísku spurningar hvort við viljum ekki gera betur þarna. Því þetta er svona ákveðin lífæð fyrir atvinnulíf og aðra, skapar störf og annað, og við hljótum að vilja bregðast við,” segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Alþingi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00