Meistari samfélags-miðlanna með nýja plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. apríl 2016 10:00 Rapparinn Drake gaf út plötuna Views á fimmtudaginn. Mynd/Getty Rapparinn Drake er einn vinsælasti popptónlistarmaður heimsins í dag. Drake er ásamt Kanye West, Beyoncé og fleirum poppurum hluti af nýrri kynslóð tónlistarmanna sem hafa aðlagast nýju landslagi á poppmarkaðnum sem varð til með tilkomu internetsins, hruni geisladiskasölu með ólöglegu niðurhali og risi samfélagsmiðla. Ef litið er á síðustu útgáfur þessara tónlistamanna er auðvelt að greina ákveðið mynstur: Kanye West fór á Twitter og reitti af sér yfirlýsingarnar rétt áður en hann gaf út ókláruðu plötuna The Life of Pablo og einungis á tónlistarþjónustunni Tidal, Beyoncé gefur tvær síðustu plötur sínar út óvænt og þeim fylgja myndbandsverk þar sem hún er pólitísk og ýjar að vandamálum í sambandi við eiginmann sinn og Drake býr til „memes“, brandara á internetinu sem allir geta tekið þátt í. Þau kynna öll plöturnar með „viral“ aðgerðum sem virkja fólk á samfélagsmiðlum til að taka þátt í markaðssetningunni án þess kannski að vera fullkomlega meðvitað um það.Það er ljóst að Drake hefur húmor fyrir sjálfum sér enda hefur hann notað brandarana til að auglýsa sjálfan sig. Mynd/GettyFyrir útgáfu Views setti Drake mynd af plötuumslaginu á Twitter en framan á plötunni er mynd af CN turninum í Toronto, heimabæ Drakes, og má sjá Drake sitjandi ofan á byggingunni. Fljótlega fóru margir notendur Twitter að búa til sínar eigin útgáfur þar sem Drake situr á alls kyns undarlegum stöðum og svo virtist sem allir væru að ræða Views í kjölfar þess þó að í raun væri ekki mikið komið á hreint um plötuna nema bara myndin af plötuumslaginu og lagalisti. Drake sjálfur hefur sett svipaðar myndir inn á Instagram-reikning sinn en þar er lítil útgáfa af honum sitjandi með á myndum af þeim tónlistarmönnum sem koma fram í gestahlutverkum á plötunni. Sérstök vefsíða býður fólki svo upp á að búa til sínar eigin útgáfur af umslaginu og önnur inniheldur leik þar sem notendur geta kastað Drake fram af turninum. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Drake hefur orðið að „meme“. Líklega varð hann það fyrst þegar Jimmy Brooks, karakterinn sem hann lék í Degrassi-þáttunum, var notaður í brandarann „Wheelchair Drake“ um 2010 – en persónan var um skeið í hjólastól í þáttunum. Þessi brandari snerist aðallega um að myndir af Drake í hjólastól voru notaðar ásamt textum úr lögunum hans til að segja hjólastólabrandara. Síðan komu „type of“ brandararnir, þar sem var grínast með hvað Drake er af mörgum talinn mjúkur, frasinn YOLO sem Drake gerði vinsælan í laginu The Motto, Photoshop-brjálæði eftir að myndbandið No New Friends kom út, fólk að gera eigin útgáfur af plötuumslaginu af If You’re Reading This It’s Too Late, frægt fólk að herma eftir Hotline Bling myndbandinu og síðan deilur Drakes við rapparann Meek Mill sem vöktu athygli um allan heim. Drake er svo sem ekki einsdæmi þegar kemur að því að verða skotspónn internetsins en fáir hafa verið eins meðvitaðir um það og notað sér svo grínið til eigin markaðssetningar eins og hann. Meira að segja lagatitlarnir hans virðast hannaðir til að vera notaðir undir myndum á samfélagsmiðlum. Tónlist Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rapparinn Drake er einn vinsælasti popptónlistarmaður heimsins í dag. Drake er ásamt Kanye West, Beyoncé og fleirum poppurum hluti af nýrri kynslóð tónlistarmanna sem hafa aðlagast nýju landslagi á poppmarkaðnum sem varð til með tilkomu internetsins, hruni geisladiskasölu með ólöglegu niðurhali og risi samfélagsmiðla. Ef litið er á síðustu útgáfur þessara tónlistamanna er auðvelt að greina ákveðið mynstur: Kanye West fór á Twitter og reitti af sér yfirlýsingarnar rétt áður en hann gaf út ókláruðu plötuna The Life of Pablo og einungis á tónlistarþjónustunni Tidal, Beyoncé gefur tvær síðustu plötur sínar út óvænt og þeim fylgja myndbandsverk þar sem hún er pólitísk og ýjar að vandamálum í sambandi við eiginmann sinn og Drake býr til „memes“, brandara á internetinu sem allir geta tekið þátt í. Þau kynna öll plöturnar með „viral“ aðgerðum sem virkja fólk á samfélagsmiðlum til að taka þátt í markaðssetningunni án þess kannski að vera fullkomlega meðvitað um það.Það er ljóst að Drake hefur húmor fyrir sjálfum sér enda hefur hann notað brandarana til að auglýsa sjálfan sig. Mynd/GettyFyrir útgáfu Views setti Drake mynd af plötuumslaginu á Twitter en framan á plötunni er mynd af CN turninum í Toronto, heimabæ Drakes, og má sjá Drake sitjandi ofan á byggingunni. Fljótlega fóru margir notendur Twitter að búa til sínar eigin útgáfur þar sem Drake situr á alls kyns undarlegum stöðum og svo virtist sem allir væru að ræða Views í kjölfar þess þó að í raun væri ekki mikið komið á hreint um plötuna nema bara myndin af plötuumslaginu og lagalisti. Drake sjálfur hefur sett svipaðar myndir inn á Instagram-reikning sinn en þar er lítil útgáfa af honum sitjandi með á myndum af þeim tónlistarmönnum sem koma fram í gestahlutverkum á plötunni. Sérstök vefsíða býður fólki svo upp á að búa til sínar eigin útgáfur af umslaginu og önnur inniheldur leik þar sem notendur geta kastað Drake fram af turninum. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Drake hefur orðið að „meme“. Líklega varð hann það fyrst þegar Jimmy Brooks, karakterinn sem hann lék í Degrassi-þáttunum, var notaður í brandarann „Wheelchair Drake“ um 2010 – en persónan var um skeið í hjólastól í þáttunum. Þessi brandari snerist aðallega um að myndir af Drake í hjólastól voru notaðar ásamt textum úr lögunum hans til að segja hjólastólabrandara. Síðan komu „type of“ brandararnir, þar sem var grínast með hvað Drake er af mörgum talinn mjúkur, frasinn YOLO sem Drake gerði vinsælan í laginu The Motto, Photoshop-brjálæði eftir að myndbandið No New Friends kom út, fólk að gera eigin útgáfur af plötuumslaginu af If You’re Reading This It’s Too Late, frægt fólk að herma eftir Hotline Bling myndbandinu og síðan deilur Drakes við rapparann Meek Mill sem vöktu athygli um allan heim. Drake er svo sem ekki einsdæmi þegar kemur að því að verða skotspónn internetsins en fáir hafa verið eins meðvitaðir um það og notað sér svo grínið til eigin markaðssetningar eins og hann. Meira að segja lagatitlarnir hans virðast hannaðir til að vera notaðir undir myndum á samfélagsmiðlum.
Tónlist Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira