Óskar Bjarni: Jafnmikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. apríl 2016 19:37 Óskar Bjarni sykurhúðaði hlutina ekkert eftir leikinn í Mosfellsbænum. vísir/pjetur „Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola gegn Aftureldingu í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð [Svansson] er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander [Júlíussyni] í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla [Magnússon] kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna [Sveini Aroni Sveinssyni] en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna [Gunnar Þórsson] en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Sjá meira
„Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola gegn Aftureldingu í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð [Svansson] er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander [Júlíussyni] í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla [Magnússon] kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna [Sveini Aroni Sveinssyni] en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna [Gunnar Þórsson] en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Sjá meira