Á annað þúsund hafa kosið um nýjan formann Samfylkingarinnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. maí 2016 13:00 Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. Fjórir eru í framboði til formanns en það eru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, Helgi Hjörvar þingmaður Reykvíkinga, Magnús Orri Schram varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og Oddný G Harðardóttir þingmaður Suðurkjördæmis. Árni Páll Árnason sitjandi formaður ákvað fyrr í mánuðinum að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir þátttökuna hafa verið góða um helgina. „Þátttakan hefur verið nokkuð góð. Ég er ekki með allra nýjustu tölur en þetta var komið á annað þúsund í morgun.“ Um 17 þúsund manns eru á kjörskrá hjá Samfylkingunni.Kristján Guy Burges, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.„Við erum nokkuð spennt fyrir þessum landsfundi. Það verður kosið í öll embætti innan flokksins. Formaðurinn verður kosinn með allsherjaratkvæðagreiðslu en á landsfundinum sjálfum verður kosið í önnur embætti.“ Kristján segir málefnastarf landsfundarins vera með öðru sniði en áður. „Síðan koma landsfundarfulltrúar allstaðar af landinu og semja í sameiningu áherslur flokksins fram að kosningum. Við erum að nota nýtt fyrirkomulag, það verður þjóðfundarform þar sem að allir landsfundarfulltrúar ræða þau mál sem þar eru og úr því koma svo ályktanir með nýju sniði.“ Samfylkingin hefur séð sinn fífil fegurri en hún mældist með 6,1 prósent fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins. Kristján segir þá stöðu óásættanlega. „Þessvegna ríður á að Samfylkingarfólk um allt land komi saman og kjósi sér nýja forystu og marki áherslurnar í sameiningu fram á við. Það er leiðin sem við förum í erfiðri stöðu er að kalla fólkið okkar saman allstaðar af landinu til að það finni kraftinn hvert í öðru og marki leiðina fram.“ Þá hefur ein mannsekja boðið sig fram til varaformanns flokksins, Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Enn er opið fyrir framboðsfrest til embættis varaformanns en kosið er um það embætti á landsfundinum.Uppfært kl.13:37.Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og námsráðgjafi tilkynnti rétt í þessu framboð til varaformann Samfylkingarinnar. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann Samfylkingarinnar hófst á laugardaginn og lýkur föstudaginn 3. júní þegar landsfundur flokksins hefst. Fjórir eru í framboði til formanns en það eru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, Helgi Hjörvar þingmaður Reykvíkinga, Magnús Orri Schram varaþingmaður Suðvesturkjördæmis og Oddný G Harðardóttir þingmaður Suðurkjördæmis. Árni Páll Árnason sitjandi formaður ákvað fyrr í mánuðinum að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir þátttökuna hafa verið góða um helgina. „Þátttakan hefur verið nokkuð góð. Ég er ekki með allra nýjustu tölur en þetta var komið á annað þúsund í morgun.“ Um 17 þúsund manns eru á kjörskrá hjá Samfylkingunni.Kristján Guy Burges, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.„Við erum nokkuð spennt fyrir þessum landsfundi. Það verður kosið í öll embætti innan flokksins. Formaðurinn verður kosinn með allsherjaratkvæðagreiðslu en á landsfundinum sjálfum verður kosið í önnur embætti.“ Kristján segir málefnastarf landsfundarins vera með öðru sniði en áður. „Síðan koma landsfundarfulltrúar allstaðar af landinu og semja í sameiningu áherslur flokksins fram að kosningum. Við erum að nota nýtt fyrirkomulag, það verður þjóðfundarform þar sem að allir landsfundarfulltrúar ræða þau mál sem þar eru og úr því koma svo ályktanir með nýju sniði.“ Samfylkingin hefur séð sinn fífil fegurri en hún mældist með 6,1 prósent fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins. Kristján segir þá stöðu óásættanlega. „Þessvegna ríður á að Samfylkingarfólk um allt land komi saman og kjósi sér nýja forystu og marki áherslurnar í sameiningu fram á við. Það er leiðin sem við förum í erfiðri stöðu er að kalla fólkið okkar saman allstaðar af landinu til að það finni kraftinn hvert í öðru og marki leiðina fram.“ Þá hefur ein mannsekja boðið sig fram til varaformanns flokksins, Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Enn er opið fyrir framboðsfrest til embættis varaformanns en kosið er um það embætti á landsfundinum.Uppfært kl.13:37.Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og námsráðgjafi tilkynnti rétt í þessu framboð til varaformann Samfylkingarinnar.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira