Af-lands-plánun Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. maí 2016 07:00 Gegnum aldirnar hafa hetjurnar í sögunum okkar ekki verið goðar og sýslumenn, prestar eða lögmenn heldur útilegumenn. Grettir sem var gæfusnauður þrátt fyrir gjörvileik, drenglyndur ofstopamaður, skáldmælt tröll. Og Fjalla-Eyvindur sem stal osti frá förukonu sem lagði á hann að hann myndi aldrei óstelandi vera en mildaði álögin með því að hann kæmist aldrei undir manna hendur lengi í einu; og komst á handahlaupum undan fráustu hestum; hann var geðprýðismaður, glæsimenni og þjófur og við elskum hann því að hann var konungur öræfanna; hann var frjáls. Þetta eru okkar menn. Við erum þjóð sem borgum iðnaðarmönnum svart og gefum aldrei undir nokkrum kringumstæðum stefnuljós, bara af því að maður fer ekki eftir reglum.ÞyrlufanginnVið segjum sögur af afbrotamönnunum okkar, dáumst að þeim og öfundum í aðra röndina af frelsi og sérsmíðuðu siðakerfi; séu þetta heiðarlegir og skemmtilegir þjófar og samkvæmir sjálfum sér. Það er þess vegna nokkuð vel af sér vikið hjá þeim útrásarvíkingum sem tekist hefur að koma lögum yfir, að hafa hagað málum sínum svo að þeir eru enn óvinsælustu menn landsins – þótt þeir séu allir með „talsmann“. Hver er munurinn á Ólafi Ólafsssyni og Fjalla-Eyvindi? Til dæmis sá að fara um á handahlaupum og þyrlu. Á dögunum spurðist sem sagt til Ólafs Ólafssonar í skemmtiflugi í þyrlunni sinni – hann á að heita í fangelsi og hann fékk afskrifaða 64 milljarða af skuldum sínum því hann væri ekki borgunarmaður fyrir lánum sínum. En fer sem sagt um á þyrlu. Hvað eigum við eiginlega að gera við þessa útrásarvíkinga? Skikka þá til að vinna kauplaust í tvö ár fyrir mæðrastyrksnefnd? Senda þá á sjóinn? Láta þá dúsa í Drangey? Er engin leið til að koma þeim í skilning um að þeir eru í fangelsi og Páll Winkel er ekki hyskinn húskarl að svíkjast um að skaffa kavíarinn heldur fangavörðurinn þeirra?„Allt annar Óli“Fangelsisvist er útlegðardómur. Dómstólar kveða upp úrskurði um sekt eða sýknu og dæma seka til fangelsisvistar. Þegar komið er inn í fangelsi stígur viðkomandi út úr samfélaginu og inn í félagslegt tómarúm. Það er eflaust þungbær reynsla en getur líka verið mikilvægur tími til uppbyggingar sálar og líkama; maður hlýtur að hugsa sitt ráð. Þess er vænst að fangar átti sig á villu síns vegar, geri yfirbót fyrir brot sín, komi út í samfélagið aftur sem nýjar manneskjur með sömu möguleika og aðrir þegnar til að láta til sín taka og gott af sér leiða. Dómur er fallinn. Og við sem álengdar stöndum dæmum ekki þegar í fangelsi er komið. Það er ekki í okkar verkahring. Viðkomandi greiðir skuld sína við samfélagið innan fangelsismúranna, er ekki lengur í augsýn okkar, ekki lengur hluti af okkur. Við erum svo sem ekki öll líkleg til fjárglæpa eða annarra refsiverðra afbrota – en syndlaus erum við heldur ekki, eins og við vitum, og almennt er það ekki til siðs að hreykja sér yfir brotamenn og fanga heldur hugsum við flest hlýlega til þeirra og vonum að þeim auðnist að finna rétta braut í lífinu. Sumum hrífumst við af – frá Gretti og til Lalla Johns. En það voru menn sem tóku afleiðingum gjörða sinna án þess að víkjast undan eða koma sök yfir á aðra; hefðu aldrei staðið í svo hlálegum vörnum eins og að tala um að það hafi verið „annar Lalli Johns“ sem gerði þetta?… Því miður er engu líkara en að fangavist útrásarvíkinganna ætli að vera eins og viðskiptaferill þeirra; þar voru viðskiptin í aflandsfélögum og þess ævinlega gætt að koma aldrei fram undir réttu nafni en slóðin rækilega falin og viðskiptin eiginlega stunduð af nokkurs konar hliðarsjálfi, gervimanni, sem borgaði skuldirnar – eða öllu heldur borgaði ekki neitt og fór á hausinn og gufaði þá upp. Eins virðist það með fangavistina; þeir eru í fangelsi en samt ekki: sjálfir bara uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi. Engu líkara en að þeir hafi stofnað eignarhaldsfélag utan um fangavistina; og í fangelsinu einhver „allt annar Óli“. Það er náttúrlega mjög þægilegt. En þeir geta ekki vænst þess að komast út úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan málum er svo háttað. Og það er erfitt hlutskipti til lengdar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Gegnum aldirnar hafa hetjurnar í sögunum okkar ekki verið goðar og sýslumenn, prestar eða lögmenn heldur útilegumenn. Grettir sem var gæfusnauður þrátt fyrir gjörvileik, drenglyndur ofstopamaður, skáldmælt tröll. Og Fjalla-Eyvindur sem stal osti frá förukonu sem lagði á hann að hann myndi aldrei óstelandi vera en mildaði álögin með því að hann kæmist aldrei undir manna hendur lengi í einu; og komst á handahlaupum undan fráustu hestum; hann var geðprýðismaður, glæsimenni og þjófur og við elskum hann því að hann var konungur öræfanna; hann var frjáls. Þetta eru okkar menn. Við erum þjóð sem borgum iðnaðarmönnum svart og gefum aldrei undir nokkrum kringumstæðum stefnuljós, bara af því að maður fer ekki eftir reglum.ÞyrlufanginnVið segjum sögur af afbrotamönnunum okkar, dáumst að þeim og öfundum í aðra röndina af frelsi og sérsmíðuðu siðakerfi; séu þetta heiðarlegir og skemmtilegir þjófar og samkvæmir sjálfum sér. Það er þess vegna nokkuð vel af sér vikið hjá þeim útrásarvíkingum sem tekist hefur að koma lögum yfir, að hafa hagað málum sínum svo að þeir eru enn óvinsælustu menn landsins – þótt þeir séu allir með „talsmann“. Hver er munurinn á Ólafi Ólafsssyni og Fjalla-Eyvindi? Til dæmis sá að fara um á handahlaupum og þyrlu. Á dögunum spurðist sem sagt til Ólafs Ólafssonar í skemmtiflugi í þyrlunni sinni – hann á að heita í fangelsi og hann fékk afskrifaða 64 milljarða af skuldum sínum því hann væri ekki borgunarmaður fyrir lánum sínum. En fer sem sagt um á þyrlu. Hvað eigum við eiginlega að gera við þessa útrásarvíkinga? Skikka þá til að vinna kauplaust í tvö ár fyrir mæðrastyrksnefnd? Senda þá á sjóinn? Láta þá dúsa í Drangey? Er engin leið til að koma þeim í skilning um að þeir eru í fangelsi og Páll Winkel er ekki hyskinn húskarl að svíkjast um að skaffa kavíarinn heldur fangavörðurinn þeirra?„Allt annar Óli“Fangelsisvist er útlegðardómur. Dómstólar kveða upp úrskurði um sekt eða sýknu og dæma seka til fangelsisvistar. Þegar komið er inn í fangelsi stígur viðkomandi út úr samfélaginu og inn í félagslegt tómarúm. Það er eflaust þungbær reynsla en getur líka verið mikilvægur tími til uppbyggingar sálar og líkama; maður hlýtur að hugsa sitt ráð. Þess er vænst að fangar átti sig á villu síns vegar, geri yfirbót fyrir brot sín, komi út í samfélagið aftur sem nýjar manneskjur með sömu möguleika og aðrir þegnar til að láta til sín taka og gott af sér leiða. Dómur er fallinn. Og við sem álengdar stöndum dæmum ekki þegar í fangelsi er komið. Það er ekki í okkar verkahring. Viðkomandi greiðir skuld sína við samfélagið innan fangelsismúranna, er ekki lengur í augsýn okkar, ekki lengur hluti af okkur. Við erum svo sem ekki öll líkleg til fjárglæpa eða annarra refsiverðra afbrota – en syndlaus erum við heldur ekki, eins og við vitum, og almennt er það ekki til siðs að hreykja sér yfir brotamenn og fanga heldur hugsum við flest hlýlega til þeirra og vonum að þeim auðnist að finna rétta braut í lífinu. Sumum hrífumst við af – frá Gretti og til Lalla Johns. En það voru menn sem tóku afleiðingum gjörða sinna án þess að víkjast undan eða koma sök yfir á aðra; hefðu aldrei staðið í svo hlálegum vörnum eins og að tala um að það hafi verið „annar Lalli Johns“ sem gerði þetta?… Því miður er engu líkara en að fangavist útrásarvíkinganna ætli að vera eins og viðskiptaferill þeirra; þar voru viðskiptin í aflandsfélögum og þess ævinlega gætt að koma aldrei fram undir réttu nafni en slóðin rækilega falin og viðskiptin eiginlega stunduð af nokkurs konar hliðarsjálfi, gervimanni, sem borgaði skuldirnar – eða öllu heldur borgaði ekki neitt og fór á hausinn og gufaði þá upp. Eins virðist það með fangavistina; þeir eru í fangelsi en samt ekki: sjálfir bara uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi. Engu líkara en að þeir hafi stofnað eignarhaldsfélag utan um fangavistina; og í fangelsinu einhver „allt annar Óli“. Það er náttúrlega mjög þægilegt. En þeir geta ekki vænst þess að komast út úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan málum er svo háttað. Og það er erfitt hlutskipti til lengdar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun