Innlent

Fundu sprengju við tjaldstæðið í Borgarnesi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mót Ungmennafélags Íslands var haldið um helgina.
Mót Ungmennafélags Íslands var haldið um helgina. Vísir/Vilhelm
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag eftir að tilkynning barst um sprengju nálægt tjaldstæðinu í Borgarnesi. Þetta staðfestir lögregla í samtali við Vísi.

Sprengjan fannst í gær þegar björgunarsveitamenn voru í óða önn við að undirbúa flugeldasýningu fyrir lokakvöld Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar rannsakaði sprengjuna og nú á áttunda tímanum stóð til að eyða henni. Talið er að sprengjan sé úr heimstyrjöldinni síðari.

Lögregla gat ekki veitt upplýsingar um hvort nokkur hætta hafi stafað af sprengjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×