Erlent

Bandaríkjaher gerir loftárásir á ISIS í Líbýu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Borgin Sirte er staðsett við norðurströnd Líbýu.
Borgin Sirte er staðsett við norðurströnd Líbýu. Vísir/Getty
Bandaríkjaher gerði í dag loftárásir á vígi ISIS í Líbýu eftir beiðni frá stjórnvöldum þar í landi. Árásirnar voru á staðsetningar ISIS í hafnarborginni Sirte, þar sem ISIS hefur náð völdum. Samkvæmt Fayez Sarraj, forsætisráðherra Líbýu, olli árásin miklu mannfalli. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þetta er þriðja árás Bandaríkjahers á ISIS í Líbýu, en sú fyrsta sem gerð er í samráði við stjórnvöld þar í landi. Samkvæmt Peter Cook, talsmanni Pentagon voru árásirnar eingöngu á sértæk skotmörk, þar á meðal á skriðdreka.

ISIS hefur undanfarið náð auknum völdum í Líbýu en uppnám hefur verið í landinu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli árið 2011. Í kjölfarið hefur landið verið berskjaldað fyrir innrás hermanna ISIS, sem margir hverjir koma frá Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×