Lífið

Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
"Í tilefni dagsins. Spennandi tímar framundan!“
"Í tilefni dagsins. Spennandi tímar framundan!“ mynd/eliza reid
Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. Guðni tók daginn snemma sökum þessa og flaggaði í heila stöng á heimili sínu á Seltjarnarnesi. Eftir nokkra daga flytur Guðni síðan ásamt fjölskyldu sinni í forsetabústaðinn á Bessastöðum.

Eliza Reid, eiginkona Guðna, birtir mynd af honum á Facebook-síðu sinni þar sem hann dregur fánann að húni. Guðni er alþýðlega klæddur, í strangheiðarlegum gráum íþróttabuxum og íslenskri landsliðstreyju.

Innsetningarathöfn forseta hefst klukkan 15.30 í dag. Að beiðni Guðna verður hún látlausari en oft áður. Ekki er gerð krafa um kjólföt og síðkjóla og menn þurfa eigi að bera orður sem þeir hafa hlotið. Athöfnin verður í höndum handhafa forsetavalds en þeir hafa farið með forsetavald frá miðnætti. Þá lét Ólafur Ragnar Grímsson af embætti.

Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram.


Tengdar fréttir

Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta

Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.