Íslenski boltinn

Þórður hættur hjá ÍA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórður hefur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA.
Þórður hefur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA. vísir/anton
Þórður Þórðarson er hættur þjálfun meistaraflokks kvenna hjá ÍA. Þórður lét af ströfum að eigin ósk vegna persónulegra ástæðna. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Samið hefur verið við Kristin Guðbrandsson og Steindóru Steinsdóttur um að stýra liði ÍA út tímabilið.

Kristinn, sem er 46 ára, spilaði lengi með Keflavík en hann varð bikarmeistari með liðinu 1997. Kristinn hefur þjálfað yngri flokka ÍA undanfarin ár en hann hefur einnig reynslu af meistaraflokksþjálfun.

Steindóra, sem er 44 ára, spilaði á sínum tíma yfir 100 leiki með ÍA í efstu deild, auk sex A-landsleikja fyrir Íslands hönd. Hún hefur bæði þjálfað yngri flokka og aðstoðað við þjálfun meistaraflokks ÍA.

Undirbúningur að ráðningu framtíðarþjálfara meistaraflokks kvenna er hafinn í samráði við Jón Þór Hauksson yfirþjálfara félagsins, að því er fram kemur á heimasíðu ÍA.

Skagakonur sitja á botni Pepsi-deildarinnar með aðeins fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur ÍA er gegn Þór/KA á heimavelli á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×