Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn 10. júlí 2016 21:30 Portúgalir fagna. vísir/epa Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. Varamaðurinn Eder tryggði Portúgölum sigur með marki í uppbótartíma, en þetta er fyrsti stóri titill Portúgala. Frakkarnir byrjuðu af krafti og þar fremstur í flokki var Moussa Sissoko sem lét mikið að sér kveða. Hann var gífurlega kraftmikill og lét finna fyrir sér inn á miðjunni. Besta færi fyrri hálfleiks kom á tíundu mínútu þegar Payet gaf boltann á Griezmann sem átti góðan skalla, en Patricio var vel á verði í markinu og blakaði boltanum yfir. Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu eftir að Dimitri Payet braut á honum stuttu áður, en Ronaldo brast í grát þegar hann var borinn af velli. Staðan var markalaus í hálfleik, en Griezmann fékk aftur rosalega gott skallafæri á 66. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Kingsley Coman framhjá. Nani og Quaresma áttu ágætar rispur fyrir Portúgali, en í uppbótartíma skaut Andre-Pierre Gignac í stöngina eftir að hann plataði Pepe upp úr skónum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Raphael Guerreiro skaut í slána á 108. mínútu, en mínútu síðar dró til tíðinda. Varamaðurinn Eder fékk boltan fyrir utan teiginn, hristi Laurent Koscielny af sér og þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Hugo Lloris. Eder lék með Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands, fyrri hluta síðasta tímabils, en hann fann ekki fjölina á Englandi og hélt til Frakklands þar sem hann gekk í raðir Lille. Frakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og Portúgal er Evrópumeistari í fótbolta 2016 í fyrsta skipti. Þeir náðu því að hefna ófaranna síðan í tapinu gegn Grikklandi í úrslitaleiknum 2004. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. Varamaðurinn Eder tryggði Portúgölum sigur með marki í uppbótartíma, en þetta er fyrsti stóri titill Portúgala. Frakkarnir byrjuðu af krafti og þar fremstur í flokki var Moussa Sissoko sem lét mikið að sér kveða. Hann var gífurlega kraftmikill og lét finna fyrir sér inn á miðjunni. Besta færi fyrri hálfleiks kom á tíundu mínútu þegar Payet gaf boltann á Griezmann sem átti góðan skalla, en Patricio var vel á verði í markinu og blakaði boltanum yfir. Cristiano Ronaldo þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 25. mínútu eftir að Dimitri Payet braut á honum stuttu áður, en Ronaldo brast í grát þegar hann var borinn af velli. Staðan var markalaus í hálfleik, en Griezmann fékk aftur rosalega gott skallafæri á 66. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Kingsley Coman framhjá. Nani og Quaresma áttu ágætar rispur fyrir Portúgali, en í uppbótartíma skaut Andre-Pierre Gignac í stöngina eftir að hann plataði Pepe upp úr skónum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus og því þurfti að grípa til framlengingar. Raphael Guerreiro skaut í slána á 108. mínútu, en mínútu síðar dró til tíðinda. Varamaðurinn Eder fékk boltan fyrir utan teiginn, hristi Laurent Koscielny af sér og þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Hugo Lloris. Eder lék með Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni Íslands, fyrri hluta síðasta tímabils, en hann fann ekki fjölina á Englandi og hélt til Frakklands þar sem hann gekk í raðir Lille. Frakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og Portúgal er Evrópumeistari í fótbolta 2016 í fyrsta skipti. Þeir náðu því að hefna ófaranna síðan í tapinu gegn Grikklandi í úrslitaleiknum 2004.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira