Orð Biblíunnar vöktu ótta meðal Íslendinga þegar þeir héldu þau koma úr Kóraninum - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 20:00 Nokkrir vegfarendur voru spurðir hvað þeim þykir um fyrirmæli Kóransins - en í raun komu þau úr Biblíunni. Vísir „Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“ Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
„Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira