Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2016 14:45 Goonies eða E.T.? Neibb, Stranger Things. Bandaríska þáttaröðin Stranger Things hefur verið afar umtöluð á samfélagsmiðlum eftir að hún var frumsýnd á efnisveitu Netflix um miðjan síðasta mánuð. Auk jákvæðra umsagna áhorfenda hafa þættirnir fengið mikið lof frá gagnrýnendum en þeir sem þegar eru búnir að horfa á alla átta þættina í seríunni gætu hafa tekið eftir þeim fjölda skírskotana í kvikmyndasöguna sem eru að finna í þeim.Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King. Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríska þáttaröðin Stranger Things hefur verið afar umtöluð á samfélagsmiðlum eftir að hún var frumsýnd á efnisveitu Netflix um miðjan síðasta mánuð. Auk jákvæðra umsagna áhorfenda hafa þættirnir fengið mikið lof frá gagnrýnendum en þeir sem þegar eru búnir að horfa á alla átta þættina í seríunni gætu hafa tekið eftir þeim fjölda skírskotana í kvikmyndasöguna sem eru að finna í þeim.Í þessari grein verður farið yfir þær en þeir sem enn hafa ekki horft á þessa þætti ættu að láta staðar numið í lestri hennar því hér verður farið yfir atriði sem mögulega gæti spillt fyrir áhorfi.Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrlegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi. Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. Sem sagt, allt löðrandi í 80´s-stemningu og skírskotunum í verk Steven Spielberg, John Carpenter, Rob Reiner og George Lucas, svo dæmi séu tekin, og ekki síst í verk rithöfundarins Stephen King. Ungur drengur hverfur á dularfullan hátt og stúlka með krafta til að stjórna umhverfi sínu með hugaorkunni einni saman birtist óvænt. Hún slæst í för með vinum unga drengsins og aðstoðar þá við leitina að vini þeirra og smám saman kemur ógnvænlegur veruleiki á yfirborðið. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem er búið að taka saman allar þessar kvikmyndaskírskotanir og setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira