Himnasending Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:01 Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess. En hvað er Vinátta? Það var á vormánuðum 2014, sem við starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gengum manna á milli með græna tösku. Við höfðum trú á því að í töskunni leyndist lykillinn að lausn eineltismála. Við heimsóttum starfsmenn sveitarfélaga og leikskóla, ráðuneyta og háskóla og kynntum innihald töskunnar. Við vildum álit þeirra á því hvort við ættum að framleiða efnið í töskunni til að bjóða leikskólum á Íslandi til notkunar. Alls staðar var sama viðkvæðið; Þetta er einmitt það sem vantar! Hér hófst ævintýrið sem ekki sér fyrir endann á; Hafist var handa við að þýða og staðfæra efnið, sem er danskt að uppruna og Vinátta varð til. Á haustmánuðum 2014 var efnið tilbúið og að loknu námskeiði á okkar vegum tóku sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum að sér tilraunakennslu í rúmt ár. Í kjölfarið var efnið yfirfarið og gefið út að nýju og öllum leikskólum boðið það til notkunar. Nú eru Vináttuleikskólarnir orðnir 50 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn sem sótt hafa námskeið eru á fjórða hundrað. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitafélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau séu öll vel nestuð með forvörnum gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skólabrag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Efnið í töskunni er einstaklega handhægt, auðvelt í notkun og árangursríkt. Allt skólasamfélagið tekur þátt í Vináttu, ekki bara börnin, heldur einnig starfsmenn og foreldrar. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Næsta námskeið vegna Vináttu verður þann 25. október. Leikskólar sem hafa áhuga á að verða Vináttu- leikskólar geta skráð starfsmenn á námskeið með því að hafa samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á: https://www.barnaheill.is/vinatta/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess. En hvað er Vinátta? Það var á vormánuðum 2014, sem við starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gengum manna á milli með græna tösku. Við höfðum trú á því að í töskunni leyndist lykillinn að lausn eineltismála. Við heimsóttum starfsmenn sveitarfélaga og leikskóla, ráðuneyta og háskóla og kynntum innihald töskunnar. Við vildum álit þeirra á því hvort við ættum að framleiða efnið í töskunni til að bjóða leikskólum á Íslandi til notkunar. Alls staðar var sama viðkvæðið; Þetta er einmitt það sem vantar! Hér hófst ævintýrið sem ekki sér fyrir endann á; Hafist var handa við að þýða og staðfæra efnið, sem er danskt að uppruna og Vinátta varð til. Á haustmánuðum 2014 var efnið tilbúið og að loknu námskeiði á okkar vegum tóku sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum að sér tilraunakennslu í rúmt ár. Í kjölfarið var efnið yfirfarið og gefið út að nýju og öllum leikskólum boðið það til notkunar. Nú eru Vináttuleikskólarnir orðnir 50 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn sem sótt hafa námskeið eru á fjórða hundrað. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitafélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau séu öll vel nestuð með forvörnum gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skólabrag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Efnið í töskunni er einstaklega handhægt, auðvelt í notkun og árangursríkt. Allt skólasamfélagið tekur þátt í Vináttu, ekki bara börnin, heldur einnig starfsmenn og foreldrar. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Næsta námskeið vegna Vináttu verður þann 25. október. Leikskólar sem hafa áhuga á að verða Vináttu- leikskólar geta skráð starfsmenn á námskeið með því að hafa samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á: https://www.barnaheill.is/vinatta/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar