Þankabrot um aðskilnað stjórnmála og atvinnulífs Friðrik Rafnsson skrifar 17. október 2016 00:00 Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi. Eflum heldur og styrkjum þingræðið sem mest, komum okkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina með því að jafna atkvæðisréttinn, gerum þingmönnum kleift að rækta betur sambandið við kjósendur og stuðlum að því fulltrúar okkar á þinginu verði mun sjálfstæðari gagnvart ýmsum sérhagsmuna- og peningaöflum og nái betur að vinna að almannahag. Þetta á raunar líka við um sveitarstjórnarstigið. Það hlýtur oft að vera erfitt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum að standast þrýsting umsvifamikilla atvinnurekenda, hvað þá að standa uppi í hárinu á þeim. Eflaust fara hagsmunir viðkomandi oft saman, en það er væntanlega ekki einhlítt og stundum stangast þeir á. Þá er spurning hvort almannahagsmunir eða hagsmunir viðkomandi fyrirtækis vegi þyngra. Alkunna er að þurftafrekir byggingaverktakar réðu því sem þeir vildu ráða í Reykjavík þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu um stjórnartaumana þar. Og hvor aðilinn ætli sé valdameiri í Vestmannaeyjum, útgerðarmenn þar eða bæjarfulltrúar? Eða á Hornafirði, í Fjarðabyggð eða á Akranesi? Og hvort ætli kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga eða sveitarstjórinn þar hafi meira um málin þar að segja? Þetta er sú prófraun sem fulltrúalýðræðið þarf stöðugt að þreyta. Og á því prófi hafa ansi margir stjórnmálamenn kolfallið, því miður, og það án þess að þeim finnist það neitt tiltökumál.Framlenging hagsmunaaðila Verst er þó að horfa æ oftar upp á það þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru nánast eins og framlenging tiltekinna fjársterkra hagsmunaaðila sem hafa sýnt þeim eða flokknum þeirra sérlega mikið örlæti rétt fyrir prófkjör og kosningar og ganga síðan erinda viðkomandi hagsmunaaðila á þinginu leynt og ljóst. Til að girða alfarið fyrir þennan möguleika og verja frelsi kjörinna fulltrúa gagnvart hagsmunaaðilum hefur Björt framtíð ákveðið að taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum fyrir þessar kosningar. Ekki eru tekin lán fyrir kosningabaráttunni, en flokkurinn á lögbundin framlög inni á bankareikningi og þau þurfa að duga. Sú gamaldags og görótta blanda stjórnmála og atvinnulífs sem þjóðinni hefur verið boðið upp á um árabil grefur sífellt meira undan fulltrúalýðræðinu og er gróðrarstía spillingar eins og dæmin sanna. Það væri því mikið framfaraskref að snúa þessari öfugþróun við, auka gagnsæi á þessu sviði sem öðrum, eins og Björt framtíð berst fyrir, og að mínu mati væri heillavænlegast fyrir lýðræðið að stefna að fjárhagslegum aðskilnaði stjórnmála og atvinnulífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi. Eflum heldur og styrkjum þingræðið sem mest, komum okkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina með því að jafna atkvæðisréttinn, gerum þingmönnum kleift að rækta betur sambandið við kjósendur og stuðlum að því fulltrúar okkar á þinginu verði mun sjálfstæðari gagnvart ýmsum sérhagsmuna- og peningaöflum og nái betur að vinna að almannahag. Þetta á raunar líka við um sveitarstjórnarstigið. Það hlýtur oft að vera erfitt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum að standast þrýsting umsvifamikilla atvinnurekenda, hvað þá að standa uppi í hárinu á þeim. Eflaust fara hagsmunir viðkomandi oft saman, en það er væntanlega ekki einhlítt og stundum stangast þeir á. Þá er spurning hvort almannahagsmunir eða hagsmunir viðkomandi fyrirtækis vegi þyngra. Alkunna er að þurftafrekir byggingaverktakar réðu því sem þeir vildu ráða í Reykjavík þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu um stjórnartaumana þar. Og hvor aðilinn ætli sé valdameiri í Vestmannaeyjum, útgerðarmenn þar eða bæjarfulltrúar? Eða á Hornafirði, í Fjarðabyggð eða á Akranesi? Og hvort ætli kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga eða sveitarstjórinn þar hafi meira um málin þar að segja? Þetta er sú prófraun sem fulltrúalýðræðið þarf stöðugt að þreyta. Og á því prófi hafa ansi margir stjórnmálamenn kolfallið, því miður, og það án þess að þeim finnist það neitt tiltökumál.Framlenging hagsmunaaðila Verst er þó að horfa æ oftar upp á það þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru nánast eins og framlenging tiltekinna fjársterkra hagsmunaaðila sem hafa sýnt þeim eða flokknum þeirra sérlega mikið örlæti rétt fyrir prófkjör og kosningar og ganga síðan erinda viðkomandi hagsmunaaðila á þinginu leynt og ljóst. Til að girða alfarið fyrir þennan möguleika og verja frelsi kjörinna fulltrúa gagnvart hagsmunaaðilum hefur Björt framtíð ákveðið að taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum fyrir þessar kosningar. Ekki eru tekin lán fyrir kosningabaráttunni, en flokkurinn á lögbundin framlög inni á bankareikningi og þau þurfa að duga. Sú gamaldags og görótta blanda stjórnmála og atvinnulífs sem þjóðinni hefur verið boðið upp á um árabil grefur sífellt meira undan fulltrúalýðræðinu og er gróðrarstía spillingar eins og dæmin sanna. Það væri því mikið framfaraskref að snúa þessari öfugþróun við, auka gagnsæi á þessu sviði sem öðrum, eins og Björt framtíð berst fyrir, og að mínu mati væri heillavænlegast fyrir lýðræðið að stefna að fjárhagslegum aðskilnaði stjórnmála og atvinnulífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun