"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2016 17:45 „Klárlega getum við alltaf gert betur. Við fórum í það með Landsbjörg og sveitarfélaginu að koma upp skiltum og reyna að leiða fólk að skiltunum með því að setja girðingu við bílastæðið. Það virðist engin áhrif hafa. Fólk gengur þarna bæði yfir girðingar og annað,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi ástandið við Reynisfjöru. Kínverji um fertugt lét lífið í Reynisfjöru í morgun eftir að stór alda, svokallað ólag, sló hann í bergið þar sem hann stóð í stuðlaberginu. Sveinn Kristján segist aðeins hafa viðrað þá hugmynd hvort við séum ekki komin á þann stað að þörf sé að vera með gæslufólk eða starfsfólk á þessum stóru ferðamannastöðum. Hann segir að gæslumenn eða landverðir gætu þar veitt upplýsingar og haft eftirlit með því að fólk kynni sér hlutina og átti sig á þeirri hættu sem sé til staðar á mörgum þessara staða. Ekki einungis í Reynisfjöru heldur víða annars staðar.Er þetta bundið við þennan stað að aldan geti hrifið menn á haf út, sog og annað, án þess að nokkur maður skynji að það sé hættulegt?„Nei, í sjálfu sér er þetta ekki eini staðurinn. Það er í raun öll Suðurströndin undir. Að loka Reynisfjöru er í raun ekki möguleiki,“ segir Sveinn Kristján. „Þetta sogar menn út og þú ferð í öldurótið. Þú gerir ekkert eftir það.“ Sveinn Kristján segir að á skiltunum við Reynisfjöru sé sérstaklega varað við að fara niður í flæðarmálið. Hann segir að mögulega þurfi að endurhugsa skiltauppsetninguna. „Mín reynsla er sú – og maður sér það í löggæslunni – að fólk þori ekki að stilla hraða í hóf fyrr en það fær hressilegar sektir. Spurning er hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi líka til að fólk skynji hættuna.“ Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
„Klárlega getum við alltaf gert betur. Við fórum í það með Landsbjörg og sveitarfélaginu að koma upp skiltum og reyna að leiða fólk að skiltunum með því að setja girðingu við bílastæðið. Það virðist engin áhrif hafa. Fólk gengur þarna bæði yfir girðingar og annað,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi ástandið við Reynisfjöru. Kínverji um fertugt lét lífið í Reynisfjöru í morgun eftir að stór alda, svokallað ólag, sló hann í bergið þar sem hann stóð í stuðlaberginu. Sveinn Kristján segist aðeins hafa viðrað þá hugmynd hvort við séum ekki komin á þann stað að þörf sé að vera með gæslufólk eða starfsfólk á þessum stóru ferðamannastöðum. Hann segir að gæslumenn eða landverðir gætu þar veitt upplýsingar og haft eftirlit með því að fólk kynni sér hlutina og átti sig á þeirri hættu sem sé til staðar á mörgum þessara staða. Ekki einungis í Reynisfjöru heldur víða annars staðar.Er þetta bundið við þennan stað að aldan geti hrifið menn á haf út, sog og annað, án þess að nokkur maður skynji að það sé hættulegt?„Nei, í sjálfu sér er þetta ekki eini staðurinn. Það er í raun öll Suðurströndin undir. Að loka Reynisfjöru er í raun ekki möguleiki,“ segir Sveinn Kristján. „Þetta sogar menn út og þú ferð í öldurótið. Þú gerir ekkert eftir það.“ Sveinn Kristján segir að á skiltunum við Reynisfjöru sé sérstaklega varað við að fara niður í flæðarmálið. Hann segir að mögulega þurfi að endurhugsa skiltauppsetninguna. „Mín reynsla er sú – og maður sér það í löggæslunni – að fólk þori ekki að stilla hraða í hóf fyrr en það fær hressilegar sektir. Spurning er hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi líka til að fólk skynji hættuna.“
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11