Ekki sýnt fram á að synir hæstaréttardómara hafi fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu í Al Thani-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 10:55 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, tveir sakborninga í Al Thani-málinu, og Kolbeinn Árnason, sonur Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, og framkvæmdsstjóri SFS. vísir Ekki var sýnt fram á að tveir synir hæstaréttardómara sem dæmdu í Al Thani-málinu hafi haft eða muni njóta fjárhagslegra, eða annarra hagsmuna, af niðurstöðu málsins. Þetta er mat endurupptökunefndar sem hefur hafnað beiðni þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp að nýju. Þremenningarnir fengu allir langa fangelsisdóma í Hæstarétti vegna málsins.Sjá einnig: Hafið yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson Úrskurðir endurupptökunefndar hafa verið birtir á vefnum en Hreiðar, Sigurður og Ólafur fóru allir fram á endurupptöku meðal annars vegna þess að þeir töldu tvo hæstaréttardómara hafa verið vanhæfa til að fara með Al Thani-málið vegna tengsla sona þeirra við slitastjórn Kaupþings. Um var að ræða dómarana Árna Kolbeinsson og Þorgeir Örlygsson en sonur Árna, Kolbeinn Árnason, var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitabús Kaupþings frá 2008 til 2013. Sonur Þorgeirs, Þórarinn Þorgeirsson, tók við starfinu af Kolbeini sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Mátu Hreiðar, Ólafur og Sigurður það sem svo að vegna skaðabótamáls slitastjórnarinnar á hendur þeim tveimur fyrrnefndu gætu þeir Kolbeinn og Þórarinn haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins. Vísuðu þeir meðal annars í fréttir DV frá því í maí 2015 þar sem kom fram að nokkrir starfsmenn slitastjórnar Kaupþings myndu fá greiddar háar fjárhæði í kaupauka ef gengið yrði frá nauðasamningum við kröfuhafa. Niðurstaða endurupptökunefndar er sú að hvorki Kolbeinn né Þórarinn hafi notið eða muni njóta fjárhagslegra hagsmuna, eða annarra hagsmuna, vegna niðurstöðu í Al Thani-málinu: „Hvorki Kolbeinn né Þórarinn sitja, eða hafa setið, í slitastjórn Kaupþings hf. og hvorugur þeirra hefur rekið bótamálið sem höfðað var af Kaupþingi hf. gegn endurupptökubeiðanda og Ólafi Ólafssyni 7. október 2014 fyrir héraðsdómi. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Kolbeinn eða Þórarinn hafi notið eða muni njóta hagsmuna, fjárhagslegra eða annarra, af niðurstöðu í hæstaréttarmáli nr. 145/2014. Ályktanir þær sem dregnar eru í grein er birtist í DV 27.-28. maí 2015 um ætlaðar háar fjárhæðir í kaupauka til nokkurra núverandi og fyrrverandi starfsmanna slitabús Kaupþings hf., vegna nauðasamninga við kröfuhafa búsins, breyta engu þar um,“ eins og segir í einum úrskurði endurupptökunefndar vegna málsins. Tengdar fréttir Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings 23. júlí 2015 11:15 Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til endurupptöku Al Thani-málsins Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur skilað umsögn sinni til endurupptökunefndar vegna beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp aftur. 17. september 2015 11:14 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Ekki var sýnt fram á að tveir synir hæstaréttardómara sem dæmdu í Al Thani-málinu hafi haft eða muni njóta fjárhagslegra, eða annarra hagsmuna, af niðurstöðu málsins. Þetta er mat endurupptökunefndar sem hefur hafnað beiðni þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp að nýju. Þremenningarnir fengu allir langa fangelsisdóma í Hæstarétti vegna málsins.Sjá einnig: Hafið yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson Úrskurðir endurupptökunefndar hafa verið birtir á vefnum en Hreiðar, Sigurður og Ólafur fóru allir fram á endurupptöku meðal annars vegna þess að þeir töldu tvo hæstaréttardómara hafa verið vanhæfa til að fara með Al Thani-málið vegna tengsla sona þeirra við slitastjórn Kaupþings. Um var að ræða dómarana Árna Kolbeinsson og Þorgeir Örlygsson en sonur Árna, Kolbeinn Árnason, var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitabús Kaupþings frá 2008 til 2013. Sonur Þorgeirs, Þórarinn Þorgeirsson, tók við starfinu af Kolbeini sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Mátu Hreiðar, Ólafur og Sigurður það sem svo að vegna skaðabótamáls slitastjórnarinnar á hendur þeim tveimur fyrrnefndu gætu þeir Kolbeinn og Þórarinn haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins. Vísuðu þeir meðal annars í fréttir DV frá því í maí 2015 þar sem kom fram að nokkrir starfsmenn slitastjórnar Kaupþings myndu fá greiddar háar fjárhæði í kaupauka ef gengið yrði frá nauðasamningum við kröfuhafa. Niðurstaða endurupptökunefndar er sú að hvorki Kolbeinn né Þórarinn hafi notið eða muni njóta fjárhagslegra hagsmuna, eða annarra hagsmuna, vegna niðurstöðu í Al Thani-málinu: „Hvorki Kolbeinn né Þórarinn sitja, eða hafa setið, í slitastjórn Kaupþings hf. og hvorugur þeirra hefur rekið bótamálið sem höfðað var af Kaupþingi hf. gegn endurupptökubeiðanda og Ólafi Ólafssyni 7. október 2014 fyrir héraðsdómi. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að Kolbeinn eða Þórarinn hafi notið eða muni njóta hagsmuna, fjárhagslegra eða annarra, af niðurstöðu í hæstaréttarmáli nr. 145/2014. Ályktanir þær sem dregnar eru í grein er birtist í DV 27.-28. maí 2015 um ætlaðar háar fjárhæðir í kaupauka til nokkurra núverandi og fyrrverandi starfsmanna slitabús Kaupþings hf., vegna nauðasamninga við kröfuhafa búsins, breyta engu þar um,“ eins og segir í einum úrskurði endurupptökunefndar vegna málsins.
Tengdar fréttir Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings 23. júlí 2015 11:15 Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til endurupptöku Al Thani-málsins Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur skilað umsögn sinni til endurupptökunefndar vegna beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp aftur. 17. september 2015 11:14 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings 23. júlí 2015 11:15
Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00
Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til endurupptöku Al Thani-málsins Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur skilað umsögn sinni til endurupptökunefndar vegna beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði tekið upp aftur. 17. september 2015 11:14