Óskarinn fer fram á nafnalista frá verðlaunahöfum til að stytta ræðurnar Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2016 10:03 Matthew McConaughey hélt afar langa ræðu þegar hann tók við verðlaunum fyrir leik sinn kvikmyndinni The Dallas Buyers Club árið 2014. Vísir/Getty Skipuleggjendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar hafa beðið þá sem tilnefndir eru í ár að afhenda lista fyrir hátíðina sem inniheldur nöfn þeirra sem þeir vilja skila þakklæti til ef svo vill að þeir vinna verðlaunin. Mun þessi nafnalista síðan rúlla yfir skjáinn á meðan þakkarræðu viðkomandi stendur. Er þetta gert til að stytta þakkarræðurnar. Skipuleggjendurnir gefa verðlaunahöfum 45 sekúndur til að þakka fyrir sig. Ef þeir fara yfir þau tímamörk þá er ræðunni drekkt í tónlist og þeir beðnir um að yfirgefa sviðið. Var þetta tilkynnt þegar þeir sem tilnefndir eru í ár hittust í árlegum hádegisverði í Hollywood í gær. Breytingin er tilkomin sérstaklega vegna atviks sem átti sér stað á hátíðinni í fyrra. Þegar þær Ellen Goosenberg Kent og Dana Perry tóku við verðlaunum fyrir bestu stuttheimildarmyndina, Crisis Hotline: Veterans Press 1, þá fóru þær yfir 45 sekúndna tímamörkin. Um það leyti hafði Dana Perry byrjaði að segja frá því þegar sonur hennar fyrirfór sér og hvaða áhrif það hafði á hana sem kvikmyndagerðarkonu.Inni á vef breska dagblaðsins The Guardian eru að finna nokkur dæmi um ræður sem hafa farið yfir tímamörkin og þegar skipuleggjendur hátíðarinnar voru kannski full fljótir á sér við að þagga niður í verðlaunahöfum. Er til að mynda rifjað upp þegar Julia Roberts tók við Óskarsverðlaunum árið 2001 fyrir hlutverk sitt sem Erin Brockovich. Roberts lét strax vita að hún ætti eftir að segja margt og mikið og beindi orðum sínum að tónlistarstjóranum. „Þú ert að gera ótrúlega góða hluti, en ert frekar snöggur með þetta prik, fáðu þér því bara sæti, því ég mun kannski aldrei fá að vera hérna aftur,“ sagði Roberts og hélt rúmlega þriggja mínútna ræðu í kjölfarið.Cuba Gooding Jr. sneri vörn í sókn þegar hann tók við Óskarsverðlaununum fyrir aukahlutverk sitt í Jerry Maguire árið 1997. Notaði hann tónlistina sem átti að þagga niður í honum sem undirspil fyrir þakkarræðu sína á meðan hann sagðist elska allt og alla.Árið 2008 fengu þau Glen Hansard og Marketa Irglova Óskarsverðlaun fyrir lagið Falling Slowly. Hansard missti sig aðeins og þegar loksins var komið að Marketa var búið að slökkva á hljóðnemanum og þau yfirgáfu sviðið án þess að hún fengi að segja orð. Varð það til þess að kynnirinn Jon Stewart kallaði hana aftur fram á sviðið þar sem hún fékk að þakka fyrir sig.Þá er einnig minnst á pólska leikstjórann Pawel Pawlikowski sem náði að þagga niður í hljómsveitinni þegar hann þakkaði fyrir sig eftir að myndina hans Ida var valin besta erlenda myndin á hátíðinni í fyrra. Hann þakkaði pólska tökuliðinu sínu ásamt eiginkonu sinni og foreldrum sem höfðu fallið frá. Hljómsveitin minnti hins vegar aftur á sig með miklum pákuslætti og varð Pawlikowski að yfirgefa sviðið í kjölfarið.Hátíðin í ár fer fram sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi í Dolby-höllinni í Hollywood. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44 Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Þeir sem tilnefndir eru til Óskarsins fá fokdýra gjafakörfu sem inniheldur sérstæðar gjafir 10 daga ferð til Ísrael, vampírufegrunarmeðferð fyrir brjóst og hjálpartæki ástarlífsins. 8. febrúar 2016 10:29 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Skipuleggjendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar hafa beðið þá sem tilnefndir eru í ár að afhenda lista fyrir hátíðina sem inniheldur nöfn þeirra sem þeir vilja skila þakklæti til ef svo vill að þeir vinna verðlaunin. Mun þessi nafnalista síðan rúlla yfir skjáinn á meðan þakkarræðu viðkomandi stendur. Er þetta gert til að stytta þakkarræðurnar. Skipuleggjendurnir gefa verðlaunahöfum 45 sekúndur til að þakka fyrir sig. Ef þeir fara yfir þau tímamörk þá er ræðunni drekkt í tónlist og þeir beðnir um að yfirgefa sviðið. Var þetta tilkynnt þegar þeir sem tilnefndir eru í ár hittust í árlegum hádegisverði í Hollywood í gær. Breytingin er tilkomin sérstaklega vegna atviks sem átti sér stað á hátíðinni í fyrra. Þegar þær Ellen Goosenberg Kent og Dana Perry tóku við verðlaunum fyrir bestu stuttheimildarmyndina, Crisis Hotline: Veterans Press 1, þá fóru þær yfir 45 sekúndna tímamörkin. Um það leyti hafði Dana Perry byrjaði að segja frá því þegar sonur hennar fyrirfór sér og hvaða áhrif það hafði á hana sem kvikmyndagerðarkonu.Inni á vef breska dagblaðsins The Guardian eru að finna nokkur dæmi um ræður sem hafa farið yfir tímamörkin og þegar skipuleggjendur hátíðarinnar voru kannski full fljótir á sér við að þagga niður í verðlaunahöfum. Er til að mynda rifjað upp þegar Julia Roberts tók við Óskarsverðlaunum árið 2001 fyrir hlutverk sitt sem Erin Brockovich. Roberts lét strax vita að hún ætti eftir að segja margt og mikið og beindi orðum sínum að tónlistarstjóranum. „Þú ert að gera ótrúlega góða hluti, en ert frekar snöggur með þetta prik, fáðu þér því bara sæti, því ég mun kannski aldrei fá að vera hérna aftur,“ sagði Roberts og hélt rúmlega þriggja mínútna ræðu í kjölfarið.Cuba Gooding Jr. sneri vörn í sókn þegar hann tók við Óskarsverðlaununum fyrir aukahlutverk sitt í Jerry Maguire árið 1997. Notaði hann tónlistina sem átti að þagga niður í honum sem undirspil fyrir þakkarræðu sína á meðan hann sagðist elska allt og alla.Árið 2008 fengu þau Glen Hansard og Marketa Irglova Óskarsverðlaun fyrir lagið Falling Slowly. Hansard missti sig aðeins og þegar loksins var komið að Marketa var búið að slökkva á hljóðnemanum og þau yfirgáfu sviðið án þess að hún fengi að segja orð. Varð það til þess að kynnirinn Jon Stewart kallaði hana aftur fram á sviðið þar sem hún fékk að þakka fyrir sig.Þá er einnig minnst á pólska leikstjórann Pawel Pawlikowski sem náði að þagga niður í hljómsveitinni þegar hann þakkaði fyrir sig eftir að myndina hans Ida var valin besta erlenda myndin á hátíðinni í fyrra. Hann þakkaði pólska tökuliðinu sínu ásamt eiginkonu sinni og foreldrum sem höfðu fallið frá. Hljómsveitin minnti hins vegar aftur á sig með miklum pákuslætti og varð Pawlikowski að yfirgefa sviðið í kjölfarið.Hátíðin í ár fer fram sunnudaginn 28. febrúar næstkomandi í Dolby-höllinni í Hollywood.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44 Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Þeir sem tilnefndir eru til Óskarsins fá fokdýra gjafakörfu sem inniheldur sérstæðar gjafir 10 daga ferð til Ísrael, vampírufegrunarmeðferð fyrir brjóst og hjálpartæki ástarlífsins. 8. febrúar 2016 10:29 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna Keppir við goðsagnir um gullnu styttuna. 14. janúar 2016 13:44
Rússar safna gulli fyrir Óskarsstyttu handa DiCaprio Hópur rússneskra aðdáenda leikarans safnar nú gulli og silfri sem bræða á saman í Óskarsstyttu handa leikaranum. 4. febrúar 2016 21:44
Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13
Þeir sem tilnefndir eru til Óskarsins fá fokdýra gjafakörfu sem inniheldur sérstæðar gjafir 10 daga ferð til Ísrael, vampírufegrunarmeðferð fyrir brjóst og hjálpartæki ástarlífsins. 8. febrúar 2016 10:29