General Motors hagnast loks í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 09:42 Höfuðstöðvar GM í Detroit. Í fyrsta sinn í fimm ár nær General Motors að hagnast á rekstri sínum í Evrópu. Bæði Vauxhall í Bretlandi og Opel í Þýskalandi er í eigu General Motors og fyrirtækið hefur einnig selt Chevrolet bíla í Evrópu, en ætlar að hætta því að mestu frá og með næsta ári. Á rekstri þessara merkja hefur verið viðvarandi tap, en það breyttist á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður GM nam tæplega 17 milljörðum króna, en tapið nam 5,5 milljörðum króna í fyrra. Aukin sala bíla í Evrópu, kostnaðarlækkun og nokkrar árangursríkar kynningar á nýjum bílum fyrirtækisins urðu til þess að taprekstri var nú snúið í hagnað. GM hefur þrátt fyrir þennan viðsnúning varað við áhrifum Brexit á rekstur Vauxhall á seinni helmingi ársins. Rekstur General Motors gekk einkar vel í heimalandinu Bandaríkjunum og á öðrum ársfjórðungi ársins ríflega tvöfaldaðist rekstrarhagnaður þess þar og var 353 milljarðar króna, eða tuttugu sinnum meiri en á öllum fyrri helmingi ársins í Evrópu. Sala GM jókst í Bandaríkjunum um 11 prósent á þessum öðrum ársfjórðungi ársins. Brexit Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent
Í fyrsta sinn í fimm ár nær General Motors að hagnast á rekstri sínum í Evrópu. Bæði Vauxhall í Bretlandi og Opel í Þýskalandi er í eigu General Motors og fyrirtækið hefur einnig selt Chevrolet bíla í Evrópu, en ætlar að hætta því að mestu frá og með næsta ári. Á rekstri þessara merkja hefur verið viðvarandi tap, en það breyttist á fyrri helmingi þessa árs. Hagnaður GM nam tæplega 17 milljörðum króna, en tapið nam 5,5 milljörðum króna í fyrra. Aukin sala bíla í Evrópu, kostnaðarlækkun og nokkrar árangursríkar kynningar á nýjum bílum fyrirtækisins urðu til þess að taprekstri var nú snúið í hagnað. GM hefur þrátt fyrir þennan viðsnúning varað við áhrifum Brexit á rekstur Vauxhall á seinni helmingi ársins. Rekstur General Motors gekk einkar vel í heimalandinu Bandaríkjunum og á öðrum ársfjórðungi ársins ríflega tvöfaldaðist rekstrarhagnaður þess þar og var 353 milljarðar króna, eða tuttugu sinnum meiri en á öllum fyrri helmingi ársins í Evrópu. Sala GM jókst í Bandaríkjunum um 11 prósent á þessum öðrum ársfjórðungi ársins.
Brexit Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent