Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um launaþróun í ferðaþjónustunni sem hefur ekki fylgt almennri þróun á vinnumarkaði og kynbundinn launamunur er allt að fimmtíu prósent. Þá verður einnig fjallað um það að ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum.

Við höldum einnig áfram að fjalla um ástandið í sýrlensku borginni Aleppo en þúsundur íbúa borgarinnar voru í dag fluttir í nærliggjandi héruð en vopnahlé náðist í nótt sem hefur haldið í dag. Þá fjöllum við um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en ákvörðun um hana hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×