Conor McGregor átti að leika í myndinni „xXx. The Return of Xander Cage“ en hann hætti snarlega við eftir að hafa tapað gegn Nate Diaz á UFC 196.
Conor fór og æfði eins og skepna. Það skilaði sér í því að hann náði fram hefndum gegn Diaz.
„Ég vildi hafa mann með enska hreim í myndinni. Ég var klár með hlutverk fyrir Conor en eftir að hann tapaði fyrir Diaz lenti hann á dimmum stað. Hann varð að fara og ná í manndóminn sinn aftur,“ sagði Vin Diesel, aðalmaðurinn á bak við myndirnar.
„Ég hélt mig samt við að finna mann með enskan hreim sem gæti barist. Fullt af fólki í UFC eins og Ronda Rousey hafa skilað frábærum slagsmálaatriðum. Það er góð reynsla af UFC-fólki í bíómyndum og því fékk ég Michael Bisping til að leysa Conor af hólmi,“ sagði Diesel en Bisping er meistari í millivigt hjá UFC.
Vin Diesel: Conor þurfti að ná í aftur í manndóminn sinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti