Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2016 07:00 Íbúar á því sem eftir er af svæðum uppreisnarmanna í borginni reyndu á þriðjudag að komast burt, en vopnahléið var rofið í gærmorgun með nýjum loftárásum. Vísir/EPA Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira