Sjálfakandi Google sjálfstætt fyrirtæki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Sýningareintak sjálfkeyrandi bíls frá Waymo. Vísir/AFP Sjálfkeyrandi bílaverkefni sem Google hefur unnið að undanfarin ár verður nú sjálfstætt fyrirtæki undir nafninu Waymo. Verður fyrirtækið því undir Alphabet, móðurfélagi Google. „Við erum nú orðið sjálfstætt fyrirtæki undir Alphabet-regnhlífinni,“ sagði John Krafcik, forstjóri hins nýja Waymo, á blaðamannafundi í San Francisco í gær. Þá sagði Krafcik einnig að Waymo-teymið hefði í fyrsta sinn prufað bíla sína án þess að manneskja hefði nokkur tök á að grípa inn í í borginni Austin á síðasta ári. Bíll Waymo er hvorki útbúinn fótstigum né stýri þannig að ómögulegt er fyrir manneskju að grípa inn í. Fyrstur til þess að sitja í slíkum bíl á ferð um götur Austin var Steve Mahan, lögblindur vinur eins verkfræðinga Waymo. Sat Mahan einn í bílnum á meðan gervigreind bílsins sá um að þræða götur borgarinnar. Tæknifréttasíðan The Information greindi frá því á mánudaginn að Google ætlaði að leggja verkefnið til hliðar og einbeita sér þess í stað að því að vinna við hlið annarra bílaframleiðenda og hjálpa þeim að innleiða gervigreind fyrir sjálfsstýringu. Hins vegar er ljóst að þær upplýsingar voru ekki alveg réttar. „Við höldum að þessi tækni geti gagnast við leigubílaþjónustu, flutninga og jafnvel persónulega notkun. Sjálfkeyrandi tækni kemur að miklum notum,“ sagði Krafcik einnig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílaverkefni sem Google hefur unnið að undanfarin ár verður nú sjálfstætt fyrirtæki undir nafninu Waymo. Verður fyrirtækið því undir Alphabet, móðurfélagi Google. „Við erum nú orðið sjálfstætt fyrirtæki undir Alphabet-regnhlífinni,“ sagði John Krafcik, forstjóri hins nýja Waymo, á blaðamannafundi í San Francisco í gær. Þá sagði Krafcik einnig að Waymo-teymið hefði í fyrsta sinn prufað bíla sína án þess að manneskja hefði nokkur tök á að grípa inn í í borginni Austin á síðasta ári. Bíll Waymo er hvorki útbúinn fótstigum né stýri þannig að ómögulegt er fyrir manneskju að grípa inn í. Fyrstur til þess að sitja í slíkum bíl á ferð um götur Austin var Steve Mahan, lögblindur vinur eins verkfræðinga Waymo. Sat Mahan einn í bílnum á meðan gervigreind bílsins sá um að þræða götur borgarinnar. Tæknifréttasíðan The Information greindi frá því á mánudaginn að Google ætlaði að leggja verkefnið til hliðar og einbeita sér þess í stað að því að vinna við hlið annarra bílaframleiðenda og hjálpa þeim að innleiða gervigreind fyrir sjálfsstýringu. Hins vegar er ljóst að þær upplýsingar voru ekki alveg réttar. „Við höldum að þessi tækni geti gagnast við leigubílaþjónustu, flutninga og jafnvel persónulega notkun. Sjálfkeyrandi tækni kemur að miklum notum,“ sagði Krafcik einnig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira