Dagur íslenskrar tónlistar? Sigurgeir Sigmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun